Til að auðvelda þér lífið hefur Lisa Bronner sett saman allar helstu uppskriftir að því hvernig þú þynnir sápuna úr eftir notkun.
Bæði fljótandi sápan og sápustykkin frá Dr.Bronner eru úr 100% jurtaolíum. Munurinn er sá að mismunandi efni eru notuð til að sápugera þær. Í fljótandi sápuna er notað kalíum hýdroxíð (pottaska) en í sápustykkin er notað natríum hýdroxíð (lútur).
Þess ber að geta að þessi efni finnast ekki í sápunni þegar hún er tilbúin, þau eru bara notuð í vinnsluferlinu.
Til að sjá hvenær varan var framleidd má sjá það á „lot“ númerinu sem er að finna á öllum okkar vörum. Fyrsta talan táknar framleiðsluárið (t.d. merkir 7 árið 2017, 8 2018 o.s.frv.) Næstu þrír stafir merkja á hvaða degi ársins varan var framleidd. Svo ef talan er t.d. „7165“ þá var varan framleidd á 165.degi ársins 2017 eða 14.júní 2017.
Fair trade kókosolíurnar okkar eru svo merktar með „Best fyrir“ dagsetningu eins og önnur matvæli. Vegna plássleysis á umbúðum varasalvanna notum við annað kerfi þar. Ef þú vilt fá upplýsingar um framleiðsludagsetningu þeirra er best að hafa samband beint við þjónustudeild okkar.
Sápurnar okkar þrífa hárið mjög vel en mörgum finnst hárið verða flókið á eftir. Conditioning rinse hárnæringin okkar vinnur gegn þessu og gerir hárið silkimjúkt.
Endilega lesið bloggfærslu Lisu Bronner um málið til að fá meiri upplýsingar.
Ástæða þessa að við notum enn bývax í varasalvana og smyrslin er sú að við höfum ekki enn fundið neitt sem virkar eins vel og það. Sue Kastensen sem hannaði þessar vörur fyrir okkur og hefur áralanga reynslu og mikla þekkingu notaði bývax og lárperuolíu í vörurnar vegna þess að bývaxið er náttúrulega sótthreinsandi, veitir náttúrulega sólarvörn og er það besta til að halda raka í húðinni.
Mamma veit best ehf er dreifingaraðili Dr.Bronner´s á Íslandi. Vörurnar má finna í verslunum Mamma veit best að Laufbrekkum 30 , 200 Kópavogi, og Njálsgötu 1, 101 Reykjavík. Einnig í heilsubúðum, apótekum og nokkrum matvöruverslunum.
lmaolíu í sápurnar okkar fengum við tækifæri til að styðja við það frábæra starf sem Natural Habitats í Ecuador standa fyrir. Þar rækta smábændur olíupálma á sjálfbæran hátt og fá fyrir hann sanngjarnt verð. Vegna þess hve pálma- og kókosolía eru svipaðar að uppbyggingu er hægt að nota þær jöfnum höndum við sápugerð. Báðar gefa af sér afurð sem freyðir mjög vel.
Engir regnskógar eða dýralíf verður fyrir skaða við framleiðslu pálmaolíunnar enda er verkefnið vottað „Fair for life“ undir IMO stofnuninni. Þetta er strangasti staðall á þessu sviði og sá sami og vottar framleiðslu okkar á vegum Serendipol og Serendipalm.
Pálmaolían er ræktuð af smábændum í Ghana og Ecuador á sjálfbæran hátt þar sem hvorki skóglendi né dýralíf ber skaða af. Við hjálpum bændunum að fá sem besta uppskeru án þessa að þurfa að bregða frá lífrænum eða sjálfbærum ræktunaraðferðum með því að veita þeim fræðslu og stuðning.
Kókosolían kemur frá um 500 mismunandi ræktendum á Sri Lanka. Flestir eru smábændur sem hafa ræktað kókospálma kynslóðum saman. Við hvetjum bændurna til að rækta saman tegundir sem þrífast vel í návígi og útvegum þeim lífrænan áburð á betra verði. Þetta bætir jarðveginn, eykur uppskeru og hagnað smábænda sem gerir þeim kleift að keppa við stærri ræktendur.
Lyktarlausa sápan er sú sem við mælum með fyrir minnstu börnin vegna þess að þau gætu haft of viðkvæma húð fyrir ilmkjarnaolíurnar sem eru notaðar í hinar sápurnar. Dr. Bronner´s er frábær sem fyrsta sápan sem þú notar á barnið þitt, hvenær sem þú byrjar á því.
Sal suds er eina varan okkar sem inniheldur Sodium Lauryl Sulfate, coco-betaine og Lauryl Clucoside. Sal suds er alhlið
a þrifasápa sem er ekki notuð á líkamann. Þó að nokkur efni í henni gætu ert mjög viðkvæma húð eru öll innihaldsefnin fengin úr náttúrulegu hráefni og brotna auðveldlega niður í náttúrunni.
Rakstursgelin, líkamskremin og hárkremin innihalda xanthan gum sem er unnið úr óerfðabreyttum maís.
Castile sápurnar, sápustykkin, pumpusápurnar og rakstursgelin innihalda sítrónusýru sem er unnin úr tapioca. Ef þú færð ofnæmisviðbrögð er mögulegt að það sé vegna ilmkjarnaolíanna sem gefa ilminn af sápunum. Ef þú ert með viðkvæma húð mælum við með að nota lyktarlausu vörurnar.
Kókosolían er framleidd og henni pakkað í hnetulausu umhverfi með tækjum sem eru eingöngu notuð við framleiðslu kókosolíu. Kókoshneta er ekki af hnetuætt heldur er hún í raun flokkuð sem ávöxtur þó að matvælaeftirlit flokki hana sem trjáhnetu. Ofnæmi við kókoshnetum er sjaldgæft þó það þekkist og flestir sem hafa trjáhnetuofnæmi geta borðað kókos án vandræða. Ef þú hefur trjáhnetuofnæmi mælum við með að fá álit frá þínum ofnæmislækni áður en þú notar kókosolíu.
Whole kernel olían okkar, þessi með brúna miðanum, er framleidd með brúnu himnunni sem liggur næst hvíta holdinu sem er innst. White kernel olían er framleidd eftir að þessi brúna himna hefur verið fjarlægð. Whole kernel olían er örlítið næringar- og bragðmeiri. Báðar olíur má nota jöfnum höndum í matargerð og annarra heimilisnota.