Mamma veit best sendir að sjálfsögðu mömmu sína með vöruna heim til þín. Mömmurnar fara ýmist um á hestbaki, hlaupandi eða hjólandi. Með þessum hætti komum við í veg fyrir mengun jarðarinnar. Sendingar tíminn getur þess vegna verið mislangur allt eftir því hvar þú átt heima. Ef þú átt heima úti á landi viljum við biðja þig, kæri mömmuvinur, að sýna aðgát, skilning og góðmennsku og bjóða mömmu okkar upp á kaffi þegar hún loksins kemur með vöruna alla leið heim til þín. Ekki væri verra ef þú, kæri mömmuvinur, bíður mömmu okkar upp á gistingu í nokkra daga. Gamlar konur þurfa að hvíla lúin bein því oft hafa þær komið um langan veg.

Ekki skamma mömmu mína þó varan hafi orðið fyrir tjóni á leiðinni til þín kæri vinur. Þú hlýtur að skilja að það er alls ekki auðvelt að hlaupa svona út um allt land með þunga pakka á bakinu. Svo er það annað, mamma hefur alltaf rétt fyrir sér. Það vitum við öll. Ef svo ólíklega vill til að varan sé ónothæf eða útrunnin eftir langt ferðalag, getur þú fengið far í bæinn með mömmu á hestinum til að fá hana bætta. Þú situr bara fyrir aftan hana og passar að halda þér fast. Saman getið þið komið hingað til okkar og sótt nýja vöru. Það sem þú tjáir mömmu á leiðinni í höfuðborgina fer ekki lengra, mamma er nefnilega farin að kalka aðeins og kemur ekki til með að muna neitt sem þú segir.

Alvöru skilmálar
Það er einfalt og þægilegt að versla hjá Mamma veit best. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd. Allar upplýsingar um kortanúmer fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Við höldum engum greiðslu upplýsingum hjá okkur. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Mamma veit best. Við staðfestum þína pöntun innan sólahrings eftir greiðslu. Pöntunum er dreift af Íslandspósti og er afhendingarferill 1-3 virkir dagar. Samkvæmt lögum nr 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu ber okkur skilda til að afhenda seldan hlut innan 30 daga frá því að pöntunin var gerð.

Mamma veit best áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pantanir, t.d. ef vara er vitlaust verðmerkt eða uppseld og að breyta verðum og vöruframboði. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Upplýsingar um vörurnar
Mamma Veit Best ehf leggur áherslu á að bjóða upp á bestu fáanlegu heilsuvörur og hefur fulla trú á virkni þeirra, hreinleika og öryggi. Samt sem áður ber okkur að taka fram að: Ráðleggingar, vörur og upplýsingar á þessari síðu eru ekki ætlaðar til að greina, meðhöndla eða fyrirbyggja sjúkdóma. Upplýsingar um vörur á síðunni geta verið samantekt og því ekki tæmandi listi yfir notkunarmöguleika. Það sem stendur á síðunni kemur ekki í stað ráðlegginga frá heilbrigðisstarfsfólki. Við ráðleggjum fólki sem tekur lyf að ráðfæra sig alltaf við lækni áður en inntaka bætiefna er hafin. Einnig ráðleggjum við fólki að leita til læknis til greininga og rannsókna. Notkun á vörum sem keyptar eru á mammaveitbest.is er ávallt á ábyrgð kaupanda og ráðlagt er að fylgja notkunarleiðbeiningum á umbúðum.
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Mamma veit best ehf, kt:520110-0700 og Vsk númer: 10367. Mamma veit best er með aðsetur að Laufbrekku 30, 200 Kópavogi. Mamma veit best sérhæfir sig í því að færa ykkur það besta af lífrænum matvælum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Heilbrigðisnefnd hefur veitt umbeðið leyfi samkvæmt V111. Kafla laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum. Leyfið gildir frá 27. Maí 2013 til 26. Maí 2025. Leyfið tekur til dreifingar og sölu matvæla þ.m.t. fæðubótarefna sbr. Reglugerð 103/2010 um gildistöku reglugerðar EB um hollustuhætti er varða matvæli og reglugerð um fæðubótarefni nr 624/2004.
Skilafrestur
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga er viðskiptavinum okkar heimilt að skila vöru, og fá hana endurgreidda, innan 14 daga frá því að fullgildur samningur var gerður á milli viðskiptavinar og Mamma veit best. Vörunni þarf að skila í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og greiðslukvittun þarf að fylgja með. Mamma veit best hefur lengst 30 daga til þess að endurgreiða vöruna, ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Verð
Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum, með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.
Greiðslumöguleikar
Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Valitor. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða banka millifærslu. Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst eða sms með staðfestingu á því að pöntun hefur verið framkvæmd.
Eignarréttarfyrirvari
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.
Trúnaður
Mamma veit best heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.
Lögsaga og varnarþing
Komi upp ágreiningur milli viðskiptavinar og seljanda um túlkun þessara skilmála, gildi þeirra og efndir skal leita til héraðsdóms Reykjavíkur.
Mamma veit best ehf Laufbrekka 30 200 Kópavogur Ísland
Mamma veit best er með rafræna þjónustu á netinu og skilmálar hér að ofan eru samkvæmt lagaákvæði. Lög nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000046.html og Lög nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu: http://althingi.is/lagas/nuna/2002030.html

20. október, 2015