Alheims lífsreglurnar skilgreina okkar mikilvægustu sambönd og eru leiðarljós okkar í öllu sem við gerum, allt frá sápugerð til friðarboðskapar.

 1.   við sjálf  

  1 Vinnum hörðum höndum!
 2.   viðskiptavinirnir okkar  

  2 Sanngirni við viðskiptavini
 3.   starfsfólkið okkar  

  3 Komum fram við starfsfólkið eins og fjölskyldu
 4.   birgjarnir okkar  

  4 Verum sanngjörn við birgjana
 5.   jörðin okkar  

  5 Komum fram við jörðina eins og heimilið okkar
 6.   samfélagið okkar  

  6 Komum auga á hvað er rétt og berjumst fyrir því
 7. Dr. Bronner's Pure-Castile Liquid Soap

  Við sjálf  

1

Vinnum Hörðum Höndum!

Númer eitt í siðferðiskveri Dr.Bronner´s: Leggjum hart að okkur! Blómstrum! Lærum, vöxum, bætum okkur. Góður árangur er vélin sem knýr okkur áfram og gerir allt mögulegt.

1: Hver er ég ef ég er ekki til fyrir sjálfan mig? Enginn! 2: Á hinn bóginn, ef ég er bara til fyrir sjálfan mig, hvað er ég þá? Ekkert! 3: Ef ekki núna, hvenær?! Þannig byrjar siðferðiskver Emanuel Bronner´s. Skilaboðin eru skýr: Við berum ábyrgð á okkur sjálfum en á sama tíma berum við ábyrgð á hvort öðru. Þegar við vöxum verðum við að gera það skynsamlega og á ábyrgðarfullan hátt.

 • Saga Dr. Bronner´s

  Rætur þýska gyðingsins í sápugerð – Áætlun Emanuel Bronner´s til að sameina geimskipið jörð í nafni friðar – Sápan sem fangaði menningarsuðupott 7.áratugarins – leiðtogar lífrænu og sanngirnis (fair trade) hreyfinganna

 • Uppbyggilegur kapítalismi

  Rætur þýska gyðingsins í sápugerð – Áætlun Emanuel Bronner´s til að sameina geimskipið jörð í nafni friðar – Sápan sem fangaði menningarsuðupott 7.áratugarins – leiðtogar lífrænu og sanngirnis (fair trade) hreyfinganna

 • 2020 All-One! Report

  Heal Earth! Heal Soul! This year's All-One Report is dedicated to the work we are doing to heal our Mother Earth and to heal our souls from the tragedies of trauma, addiction, depression and anxiety.

 • Minning um Ralph frænda

  Ralph frændi – Sonur Dr.Bronner og föðurbróðir þeirra sem nú standa í brúnni hjá Dr.Bronner sápugerðinni – Sál og hjarta fyrirtækisins og holdgervingur þeirra gilda sem það stendur fyrir – Tók þátt í því að breiða úr boðskap föður síns, það að við erum öll eitt!

  Viðskiptavinir okkar  

2

Sanngirni Við Viðskiptavini

Fyrsta innihaldsefnið: Ást! Leiðum með hjartanu, gefum okkur tíma og gefum aðeins það besta af okkur – þjónum viðskiptavinum eins og við myndum þjóna móður okkar eða barni

Aðeins hágæða hrein, lífræn og sanngirnisvottuð innihaldsefni – flestar vörurnar eru vegan og uppfylla sömu lífrænu gæðakröfur og matvæli! Engin gervi rotvarnarefni eða freyðiefni. Líkami, hár, andlit, munnur og tennur – matur, leirtau, þvottur, skúringar, gæludýr – Dr.Bronner´s vörurnar eru það allra besta fyrir fólkið, bestu vinina, heimilið og jörðina.

 • Að framleiða bestu sápuna

  Við framleiðum sápuna okkar með hefðbundnum aðferðum – sama stefna á við allar húðvörurnar okkar: við notum náttúruleg innihaldsefni í stað kemískra gerviefna

 • Vottanir

  Óháðar vottanir tryggja að vörurnar okkar uppfylli ströngustu kröfur um náttúrulega og samfélagslega sjálfbærni

 • Lífrænn heiðarleiki

  Við berjumst fyrir markaði þar sem neytandinn er ekki blekktur og lífrænar vottanir eru jafn heiðarlegar og marktækar á snyrti- og húðvörum og þær eru á matvælum.

  Starfsfólkið okkar  

3

Komum Fram Við Starfsfólkið Eins Og Fjölskyldu

Sýnum góðvild, hrósum og gefum ríkuleg af okkur, styðjum við góðan og heilbrigðan lífsstíl. Komum auga á og ýtum undir það besta í hvert öðru. Það sem sameinar okkur er alltaf stærra en það sem sundrar okkur!

Við erum fjölskyldufyrirtæki og lítum á alla sem vinna með okkur sem hluta af stórfjölskyldunni. Hver einasti “fjölskyldumeðlimur” í hvaða stöðu sem hann gegnir innan fyrirtækisins er mikilvægur og á skilið öll þau bestu réttindi sem við getum boðið uppá.

 • Framsæknir viðskiptahættir

  100% gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta fyrir starfsfólk okkar og þeirra fjölskyldur – Hæst launaði starfsmaðurinn er aldrei með meira en 5 sinnum hærri laun en sá lægst launaði – Allt að 25% árlegur launabónus fyrir starfsfólk í fullu starfi – 15% af launum í deildan gróða

 • Viðtöl við starfsfólkið okkar

  Hvernig var að vinna með Dr.Bronner – Að vinna hjá Dr.Bronner í gegnum árin – Hvernig fyrirtækið hefur vaxið og þroskast

  Birgjarnir okkar  

4

Verum Sanngjörn Við Birgjana

Byggjum upp sambönd við lífræna bændur og framleiðendur til að skapa sanngjarna aðfangastjórn.

Samband okkar við framleiðendur er beint, persónulegt, sjálfbært, áþreyfanlegt og vottað. Þannig geta viðskipavinir verið vissir um að varan hefur verulega jákvæð áhrif á það fólk og þau samfélög sem búa hana til. Svona viðhöldum við hugsjónum Dr.Bronner´s. Hann vildi breyta heiminum til hins betra með skilaboðunum sem hann setti á miðann á vörunum. Við viljum gera það sama með innihaldinu í þeim.

 • Að byggja upp sanngjarna aðfangastjórnun

  Sanngjörn laun, góðar vinnuaðstæður, lán og uppbyggingarverkefni styðja við smábændur og efnahag samfélaga. Sjálfbærar og endurnýjanlegar ræktunaraðferðir bæta moldina og uppskeruna!

 • Verkefni og samstarf

  Canaan Fair Trade í Palestínu, Serendipol á Sri Lanka, Serendipalm í Ghana, Creation Biotech á Indlandi, Kwale kókoshnetur í Kenía – Fair trade sanngirnisvottuð hráefni í öllum helstu innihaldsefnum Dr.Bronner´s!

  Jörðin okkar  

5

Komum Fram Við Jörðina Eins Og Heimilið Okkar

Notum gjafir jarðar með auðmýkt og hugulsemi. Sóum engu og völdum ekki skaða á jörð, fólki eða dýrum. Það sem við tökum frá jörðinni verðum við að skila til hennar aftur.

Endurnýjanleg, lífræn ræktun – Jarðvegsbætur og plöntun trjáa – 100% post consumer endurunnar umbúðir – Miklar takmarkanir á úrgangi og vatnsnotkun – Já!

 • Endurnýjanleg, lífræn ræktun

  Heilbrigður jarðvegur = heilbrigð jörð – verksmiðjubúskapur er ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í dag – hvernig endurnýjanleg, lífræn ræktun getur unnið gegn hlýnun jarðar

 • Nýsköpun við pökkun

  100% post-consumer endurunnar plastumbúðir – flaska í flösku endurvinnsla – Endurvinnsla og áfyllingar minnka heildarfjölda flaska og fluting milli landa=minni losun gróðurhúsalofttegunda

 • Að minnka fótsporið okkar

  Sólarrafhlöður, 100% post-consumer endurunnir pappakassar, endurnýting vatns og hráefna, niðurskurður á vatnsnotkun, stefnum á 1 ruslagám á mánuði – stefnan tekin á því sem næst rusllaust fyrirtæki!

  Samfélagið okkar  

6

Komum Auga Á Hvað Er Rétt Og Berjumst Fyrir Því

Ýtum undir jákvæðar breytingar – deilum hagnaði, deilum hæfileikum, deilum krafti, deilum röddum okkar – gefum, styrkjum og berjumst!

Dr.Bronner´s hefur alltaf barist fyrir mikilvægum málefnum. Allt frá því Emanuel Bronner sendi ákall sitt til mannkyns um að sameinast og seldi piparmyntusápuna sína í leiðinni. Við heiðrum þetta viðhorf enn í dag og það er stefna okkar og tilgangur að berjast fyrir og styðja við málefni sem við trúum á: sjálfbæran landbúnað, sanngjörn viðskipti (fair trade), réttindi dýra, iðnaðarhemp og endurbætur á lyfjalöggjöf, sanngjörnum launum ofl. Við köllum okkur “sápufyrirtæki með með baráttuanda” og berjumst fyrir okkar málefnum skipulega og af festu.

 • Töfrafroðu upplifun

  Okkar frábæra, umhverfisvæna froðu “sturta” breytir viðburðum, samfélögum og lífum þeirra sem upplifa hana tímabundið í töfraheim þakinn ævintýralegri froðu!

 • Launajafnrétti

  Dr.Bronner´s styðja við opinberar aðgerðir til að hækka laun – Að hækka lágmarkslaun eflir kaupmátt neytenda – styður við smærri fyrirtæki – sanngjörn laun fyrir harðduglegt fólk!

 • Hemp og endurskoðun lyfjalöggjafar

  Dr.Bronner´s berst fyrir endurkomu í ræktun iðnaðarhemps og gegn ýmsum hömlum á sölu cannabis í Bandaríkjunum – styður notkun ofskynjunarlyfja í meðferð geðrænna vandamála

 • Réttindi dýra

  Verksmiðjubú hlúa illa að dýrum – minna og betra kjöt og plöntumiðað fæði er betra fyrir dýrin, jörðina og þína eigin heilsu!

 • Stuðningur við yngri kynslóðir og samfélög

  Við heiðrum minningu Jim Bronner með því að styðja við ýmis verkefni sem styrkja og efla samfélög og yngri kynslóðir.