Fyrir dýrin, umhverfið og heilsuna

Sápurnar frá Dr. Bronner´s eru vottaðar vegan (lausar við allar dýraafurðir) og einnig vottaðar grimmdarlausar með merki hinnar hoppandi kanínu sem þýðir að þær eru aldrei prófaðar á dýrum. Fyrirtækið styður með stolti við bakið á ýmsum dýraverndunarsamtökum sem berjast fyrir betri meðferð húsdýra sem og því að matvælaiðnaðurinn megi verða hollari og sjálfbærari.

Forstjóri fyrirtækisins, David Bronner, hefur lengi lifað vegan lífsstíl og margir starfsmanna Dr.Bronner´s eru grænmetisætur. Starfsmennirnir trúa því að minni neysla kjöts og annarra dýraafurða minnki þjáningar dýra, stuðli að heilbrigðara lífi og umhverfisvernd.

Dýravernd • Á hverju ári búa 9 milljarðar húsdýra við hræðilegar aðstæður á verksmiðjubúum í Bandaríkjunum. Þau eru skítug, fá ekki nóg pláss, óheilnæmt fæði og er síðan hrúgað upp á vörubíla og slátrað í massavís. Næstum öll húsdýr sem eru ræktuð til að framleiða kjöt, egg og mjólkurvörur í Bandaríkjunum búa við aðstæður sem valda þeim þjáningu og streitu. Fjöldi sjávardýra sem drepin eru árlega er ekki þekktur því þau eru talin eftir þyngd en ekki einstaklingum. Þó er áætlað að árlega nái fjöldinn yfir fimmtán milljarða sjávardýra. Dr.Bronner´s trúa því að koma eigi mannúðlega fram við öll dýr og bera virðingu fyrir velferð þeirra. Umhverfisvernd • Verksmiðjubúskapur leiðir bæði til landeyðingar og loftslagsbreytinga. Þar sem þúsundir dýra eru alin í miklum þrengslum verður til gríðarmikill úrgangur sem getur mengað jörðina, vatnið og loftið. Með því að borða minna kjöt og velja kjöt af dýrum sem hafa verið alin á mannúðlegan og sjálfbæran hátt stuðlum við að bættum gæðum og betri meðferð dýra. Heilsan • Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að ofneysla kjöts geti aukið hættuna á ýmsum lífsstílssjúkdómum s.s. krabbameinum og hjartasjúkdómum. Með því að borða meira grænmeti og dýraafurðir í hófi af betri gæðum, stuðlum við að betri heilsu og lengra lífi. Hvort sem þú ert grænmetisæta eða ekki geta allir lagt sitt af mörkum til að bæta aðbúnað dýra og gæði þeirra afurða sem framleiddar eru. Að kynna sér hvaðan maturinn kemur og hvernig hann var framleiddur setur allt í betri tengsl við upprunann setur matinn í annað og heilbrigðara samhengi. Að kynnast bændunum sem framleiða matinn þinn og komast að því hvaða aðferðir þeir nota getur gjörbreytt matvælaiðnaðinum og heilsu okkar í leiðinni. Þeir sem borða kjöt og aðrar dýraafurðir ættu að leggja sig fram við að velja vel og huga að aðbúnaði og sjálfbærni. Til eru ýmsar vottanir sem hægt er leita eftir við val á matvöru t.d.:

Um Okkur