Hemp og endurskoðun lyfjalöggjafar

Bandaríska ríkisstjórnin er eina stóra iðnvædda þjóðin sem bannar ræktun iðnaðarhamps. Sama misheppnaða lyfjalöggjöf og hefur fordæmt marijuana hefur líka haft þessa mögnuðu nytjaplöntu af bandarískum landbúnaði. Hampur er ein fjölhæfasta og umhverfisvænasta planta sem um getur. Hampur hentar vel til lífrænnar ræktunar enda er hann harðger og sprettur vel án notkunar skordýra- eða illgresiseiturs. Hann er náttúrulega jarðvegsbætandi og hentar vel í skiptiræktun á móti maís og soja. Hamp má vinna á marga vegu. Honum er t.a.m. hægt að breyta í pappír sem og hin ýmsu hráefni í byggingariðnað. Auk þess er hann hann frábær í húðumhirðu en olían úr fræjunum er rík af omega fitusýrum. Við notum olíuna til að sápan okkar freyði betur og þurrki síður húðina. Einnig notum við hana í smyrslin okkar og húðkremin. Dr.Bronner´s styður heilshugar við baráttuna fyrir því að koma iðnaðarhampi aftur í stórfellda framleiðslu og notkun.

Við trúum því líka að marijuana ætti að vera löglegt, bæði í lækningaskyni og til frjálsra nota. Margir ábyrgir fullorðnir einstaklingar nota það á öruggan hátt í lækningaskyni í stað þess að nota mun skaðlegri og meira ávanabindandi lyf eins og opíóíðalyf og önnur lyf. Jafn ábyrgir fullorðnir einstaklingar nota cannabis á öruggan hátt til að létta lundina eftir langan dag í stað þess að drekka áfengi sem hefur oft mun meiri vandamál í för með sér.

dcmarijuana0629-11771403823610-jpg-copy
Stuðningur Dr.Bronner´s átti stóran þátt í því að lögleiða marijuana í Washington D.C.

Það er kominn tími á að endurskoða úrelt lög um bann við kannabisneyslu. Þau sundra fjölskyldum og fela í sér kynþáttamismunun. Dýrmætum tíma og fjármunum er varið í sinnulausa herferð gegn kannabisneyslu á meðan mun alvarlegri glæpir viðgangast.

Heilbrigðari nálgun væri að líta á eiturlyfjafíkn sem sjúkdóm alveg eins og áfengissýki. Að bjóða fólki meðferð og nauðsynlega aðstoð við að vinna bug á fíkninni í stað þess að loka fólk inni í fangelsum. Stór hluti þess skaða sem eiturlyf valda er vegna þess að notkun þeirra og misnotkun er talin saknæm. Þetta rústar lífi fólks sem ánetjast lyfjunum á meðan þeir sem útvega lyfin og hagnast á hinum svarta makaði eiturlyfja sleppa yfirleitt með skrekkinn.

washdcjul0114-10a-jpg

Hugarbreytandi lyf geta gagnast vel við ýmsum geðrænum vandamálum séu þau notuð rétt og á ábyrgan hátt. Við styðjum við stofnun sem nefnist Multidisciplinary Association for psychedelic studies. Helsta verkefni hennar er að fá MDMA studda meðferð við erfiðustu tilfellum áfallastreituröskunar samþykkta af lyfjaeftirlitinu. Stóra markmiðið okkar er að hugarbreytandi lyf verði rannsökuð meira og tiltæk þeim sem þurfa virkilega á þeim að halda.

Um Okkur