Stuðningur við yngri kynslóðir og samfélög

Það skiptir okkur miklu máli að fjármagna og styðja við verkefni sem hafa bein, jákvæð áhrif á fólk og samfélög. Fólkið sem vinnur að slíkum verkefnum er okkur mikill innblástur. Dr. Bronner´s styður við fjölmörg slík verkefni um allan heim. Dæmi um slík verkefni eru Boys to Men ungmennaverkefnið og fæðubanki San Diego sýslu.

LavaMae_01_KenaFrankPhotography
Stuðningur okkar við Lava Mae verkefnið hjálpaði þeim að innrétta rútu sem færanlega sturtuaðstöðu fyrir heimilislaust fólk.

Við heiðrum stolt minningu Jim Bronner (son Dr.Bronner og fyrrum forstjóra fyrirtækisins)l með því að styðja við verkefni sem hjálpa ungmennum sem þurfa stuðning. Jim eyddi sjálfur hluta æsku sinnar á fósturheimilum og þekkti því af eigin reynslu hversu mikilvæg slík verkefni eru fyrir ungmenni sem mega sín minna. Hann vann ötullega að því að Dr.Bronner´s styrkti slík verkefni á meðan hann lifði. Sem dæmi gaf hann 1000 ekrur af landsvæði til Boys and Girls klúbbsins á svæðinu. Enn í dag styður fyrirtækið við það verkefni auk YMCA stofnunar svæðisins.

Við styðjum líka dyggilega við bakið á Turning Green sem er nemendahreyfing sem starfar um allan heim. Þau berjast fyrir og skipuleggja fræðslu um umhverfismál og hvað einstaklingar, skólar og samfélög geta gert til að leggja sitt af mörkum við umhverfisvernd.

Um Okkur