Minnka, endurnota, endurvinna – Við setjum jörðina í fyrsta sæti

„Sjálfbærni, að tryggja framtíð lífs á jörðinni. Það er okkar eilífðarverkefni.“ -Paul Hawken

Þetta er það sem við gerum til að minnka úrgang, vatns- og orkunotkun í verksmiðju okkar í Vista.

Við höfum sett upp sólarrafhlöður á bílastæði starfsfólks sem sjá okkur fyrir stórum hluta þess rafmagns sem við notum.

Við gátum minnkað vatnsnotkun okkar með því að hanna kerfi sem lætur fólkið sem stjórnar vélunum sem fylla á fljótandi sápurnar vita hvernær þarf að skola þær. Þannig höfum við minnkað vatnsnotkun til að skola vélarnar um 85%.

Í samstarfi við frumkvöðla í hreinsun vatns erum við að þróa aðferðir til að hreinsa skolvatnið okkar. Þetta verður til þess að við getum endurnýtt meira af því vatni sem við notum.

Á lóðinni okkar höfum við skipt út grasi og öðrum tegundum sem þurfa meiri vökvun fyrir gróður sem á betur heima í okkar loftslagi og þarf minna vatn.

Við höfum skuldbundið okkur til minnka það rusl sem fer í landfyllingu niður í einn ruslagám á mánuði og erum nálægt því að ná markmiðinu! Flokkunarstöðvar í verksmiðjunni sjá til þess að allt sem getur verið endurunnið eða er niðurbrjótanlegt fari á réttan stað.

DumpsterDive058
Our cross-departmental waste sorting team pauses for a photo as they take stock of our company’s waste stream

Kassarnir sem við pökkum vörunum okkar í eru 100% endurunninn pappi. Við skiptum yfir í pappa sem er 30% þynnri og höfum smátt og smátt fækkað innri skilrúmum kassanna um 90%. Við getum endurnýtt kassana okkar nokkrum sinnum áður en þeir missa styrkleika sinn. Þannig spörum við ekki bara hráefnið sjálft heldur drögum einnig úr losun gróðurhúsalofttegunda því sendingarnar eru léttari. Við fundum líka aðferð til að endurvinna miðarúllurnar okkar með framleiðendandum.

Allt þetta krefst þess að við mælum umhverfisspor okkar. Heildar orkunotkun úr rafmagni, gasi, jarðolíu og própangasi. Einnig alla vatnsnotkun, allan úrgang og losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar mælingar gera okkur kleift að fylgjast með árangrinum sem við náum í því að minnka kolefnissporið okkar og færumst nær því að verða því sem næst úrgangslaus framleiðsla.

Um Okkur