Við erum sápugerðarfólk frá Kaliforníu en hjarta okkar slær fyrir miklu stærra svæði: risastóra, lifandi, dimmbláa kraftaverkið sem jörðin okkar er. Hún er uppruni allra okkar hráefna, heimili forfeðra okkar sem hófu þetta ævintýri fyrir margt löngu, heimili allra sem okkur eru kær, afkomenda okkar, þeirra sem búa til sápurnar í dag og þeirra sem nota þær. Þessi skýrsla; 2020 All-One! Report, er tileinkuð okkar ástkæru móður jörð eins og allt sem við gerum.

Viðskiptalífið taki upp hanskann fyrir fólkið og plánetuna!

Dr. Bronner´s hvetur Ameríku til að taka upp Green New Deal sem leggur áherslu á endurnýjanlegan, lífrænan landbúnað sem bindur kolefni í jarðveginn. Við biðlum til fyrirtækja að vera með okkur í að takast á við loftslagsbreytingar og fjárhagslegt ójafnrétti. Byggjum upp hreina, réttláta og sjálfbæra framtíð fyrir alla!

Loftslagsmálin á réttan kjöl innan þessa áratugar

Dr. Bronner´s hefur skuldbundið sig til að binda meira kolefni en það losar fyrir árið 2025. Hvernig? Með því að senda engan úrgang í landfyllingu, velja endurnýjanlega orkugjafa, áhrifaríkar flutningsleiðir, skynsamlegar umbúðir og með því að nota hráefni frá smábændum sem nota endurnýjanlegar, lífrænar aðferðir sem binda kolefni í jarðveginn. Elskum og virðum heiminn og hvort annað! Loftslagsréttlæti fyrir öll!

Heildrænn landbúnaður til að kæla jörðina!

Kolefnislandbúnaður er lykilatriði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með því að hjálpa ræktendum að skipta yfir í endurnýjanlegan, lífrænan landbúnað er Dr. Bronner´s á góðri leið með að vera réttu megin við núllið hvað kolefni varðar! (T.d. er notast við Dynamic Agroforestry (DAF)).

Nýtt og strangara viðmið: Vottað lífrænt og endurnýjanlegt!

Þetta þýðir vörur sem stuðla að: Heilbrigðum jarðvegi: landbúnaður sem byggir upp öflugan og lifandi jarðveg með því t.d. að takmarka jarðrækt og stunda skiptiræktun. Dýravelferð: gott líf fyrir allar lifandi verur – engin búr og líf án óþæginda, ótta, streitu, hungurs og sársauka. Félagslegt réttlæti: sanngjörn laun og vinnuaðstæður. Frekari upplýsingar: regenorganic.org

Gefum af okkur! Sjálfboðastarf í viku Jarðar eða í hvaða viku sem er

Allt starfsfólkið okkar tók þátt í hinum árlega degi sjálfboðastarfs í nágrenni við verksmiðjuna okkar í Vista í San Diego-sýslu. Stemningin var frábær þegar við settum upp sólarrafhlöður á heimili fátækrar fjölskyldu, útbýttum matarpökkum til heimilslausra, hreinsuðum til á strönd í nágrenninu og reyttum arfa á lífrænu kennslubýli. Við tókum líka þátt í ýmsum viðburðum tengdum viku Jarðar (Earth Week) – gróðursettum tré við verksmiðjuna okkar og lærðum að búa til moltu. Það er gott að gefa af sér!

Neitum, minnkum, endurnýtum og endurvinnum fyrir hreinni heim!

Við berum öll ábyrgð á því að leysa plastvandamál heimsins! Síðan 2003 hefur Dr. Bronner´s notað post-consumer endurunnið plast í megnið af flöskunum. Þetta kemur í veg fyrir að notað plast sé sent til brennslu, í landfyllingar eða endi í sjónum. Einnig býr það til markað fyrir endurvinnslu og kemur í veg fyrir að nýtt plast sé framleitt. Þó getum við gert betur! Þess vegna erum við að leita að öðru hráefni, nýrri hönnun og leiðum til að fylla á. Áfram veginn!

Góð menntun fyrir öll börn!

Ásamt sjálfbæra og réttláta pálmaolíufyrirtækinu okkar, Serendipalm, erum við að byggja upp Regenerative Learning Center í Asuom í Ghana. Þar verður að finna Montessori leikskóla fyrir 150 börn, stóra þjálfunar og samkomumiðstöð fyrir bændur og samfélagshópa auk gestahúss fyrir síaukinn fjölda gesta sem vilja heimsækja Serendipalm.

Það að græða, gera heilt og verða eitt er allt hið sama. Fyrir fólk sem þjáist af áfallastreituröskun, þunglyndi, fíkn og dauðakvíða felur það í sér að upplifa allt sem er, ljós og skugga, hamingju og sársauka og umbera það með þolinmæði, sátt og ást þar til það umbreytist og við verðum heil á ný. Í 2020 All-One! Report skýrslunni tilkynnir Dr. Bronner´s með stolti stuðning sinn við meðferðir sem studdar eru með hugarvíkkandi efnum vegna möguleika þeirra til að heila sálina.

Raunverulegt jafnvægi með hugarvíkkandi meðferð!

Við finnum til með þeim fjölda fólks sem þjáist af þunglyndi og kvíða og hefur ekki fundið lausn í þeim meðferðum sem eru í boði – lyfjum sem ýmist virka ekki nógu vel eða hafa í för með sér of margar aukaverkanir. Meðferð með aðstoð psilocybin var nýlega veitt staðan „breakthrough designation“ af bandarísku lyfjastofnuninni til þess að meðhöndla alvarlegt þunglyndi. Psilocybin stýrir huganum í átt frá ótta og kvíða og býr til nýtt rými til bata og vaxtar. Þess vegna höfum við heitið 500 þúsund USD til Oregon Psilocybin Service Initiative: psi-2020.org

Tímamótameðferð við áfallastreituröskun fyrir fyrrum hermenn!

Meðferð studd með MDMA ýtir undir öryggistilfinningu og vellíðan og auðveldar fólki þannig að vinna úr áföllum. Þess vegna styðjum við MAPS.org við að sækja um leyfi frá FDA fyrir þessari meðferð og gefum 100 þúsund USD til VETS og Herioc Hearts til þess að styðja fyrrum hermenn í gegnum meðferð sem studd er með hugarvíkkandi efnum.

Betri aðgangur að heilbrigðisþjónustu!

Betri kvennaheilsa! Í sveitum Indlands, þar sem Pavitramenthe, lífræni og endurnýjanlegi myntuolíuframleiðandinn okkar er staðsettur, geta blæðingar verið konum mikil hindrun. Enn líða margar skömm vegna þeirra og hafa ekki nógu gott aðgengi að hreinlætisvörum. Dr. Bronner´s og Pavitramenthe útvega 3.000 fjölnota bindi og veita fræðslu um blæðingar og heilbrigði.

Fólk sem notar viðskipti sem jákvætt afl!

Vottuð B Corps eru fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni og standast ströngustu kröfur hvað varðar samfélagslega ábyrgð, umhverfisvernd, gagnsæi og lagalega ábyrgð í jafnvægi á milli hagnaðar og tilgangs. Einkunn Dr. Bronner´s fyrir árið 2019 staðsetur okkur sem „Best í heimi“ í flokkunum „umhverfi“, „samfélag“, „umbreytingarafl“ og „alls“. Þannig erum við meðal 10% efstu af öllum B Corps vottuðum fyrirtækjum í þessum flokkum.

Njóttu vinnunnar!

Dr. Bronner´s var kosið besti meðalstóri vinnustaðurinn í San Diego árið 2019 af mörgum ástæðum: ókeypis, vegan hádegisverður daglega, ókeypis jógatímar á staðnum, ódýr nuddmeðferð á staðnum, alhliða sjúkratrygging, hæstu laun aldrei meira en 5x hærri en lægstu laun starfmanns í fullu starfi, 5.000 USD árlegur styrkur vegna barnagæslu og tækifæri fyrir alla til menntunar og vaxtar.

Samt er eitthvað sérstakt við að vinna hjá Dr. Bronner´s burtséð frá öllum fríðindum og stefnum. Við höfum þá hugsjón okkar að bæta samfélag og umhverfi að leiðarljósi í öllu sem við gerum. Þannig finna allir að vinnan þeirra skiptir máli og við erum öll að vinna saman að því að bæta heiminn. Hjá Dr. Bronner´s koma saman sápa, sál og gleði á hverjum degi. Öll eitt!

Um Okkur