Fair trade greiðslur lyfta upp samfélögum og lífum þeirra sem í þeim búa

Þegar við fórum að kaupa hráefni af bændum og framleiða olíur áttuðum við okkur á hversu mikill styrkur fair trade var fyrir fjárhagslega og félagslega uppbyggingu búgarða og samfélaga. Í dag hafa verkefnin okkar gefið af sér yfir 2.5 milljónir Bandaríkjadala í fair trade greiðslur sem renna til fólksins og framleiðendanna og hafa þannig gagnast meira en 20.000 manns beint og óbeint.

fair-trade-school

Svona virkar þetta: Framleiðendur fair trade varnings rukka viðskiptavini sína (Dr.Bronner´s ofl.) um 10% gjald ofan á vöruverð og vinnu. Þetta gjald rennur í fair trade sjóð sem er stjórnað af nefnd sem í sitja bændur, fólk sem vinnur hjá bændum og í verksmiðjunum, fólk frá embætti landbúnaðareftirlits og (í minnihluta) stjórnendur fyrirtækjanna. Þessar nefndir hittast reglulega til að meta ávinning verkefna, fara yfir fjárhaginn og velja hvaða verkefni eiga að njóta góðs af sjóðnum í hvert skipti.

Í upphafi fóru þessar greiðslur mest í verkefni tengd moltugerð og uppbyggingu landbúnaðar. Með tímanum jukust greiðslurnar svo hægt var að ráðast í fleiri verkefni sem bættu lífsgæði heilu samfélaganna: kaup á lyfjum og lækningatækjum, að tryggja hreint drykkjarvatn og örugga brunna, að bæta salernisaðstöðu, moskítónet til að hefta útbreiðslu malaríu, menntun, endurbætur á húsnæði vinnufólks, að leiða rafmagn í þorp og á bæi, byggingu brúa og landbætur svo dæmi séu nefnd.

Þegar við sáum hversu mögnuð áhrif fair trade verkefnanna voru tók Dr.Bronner´s ásamt fleiri aðilum þá ákvörðun að setja enn meira fjármagn í þau. Við höfum nú safnað og fjárfest yfir 220.000 Bandaríkjadölum umfram fair trade greiðslurnar. Þetta veitir bændum og samfélögum enn fleiri tækifæri á að knýja fram jákvæðar breytingar og efla sinn hag.

Grunnreglur fair trade viðskipta

Borgum bændum sanngjörn og stöðug verð sem duga til að mæta framleiðslukostnaði og tryggja að framleiðslan skili hagnaði óháð sveiflum á heimsmarkaði.

Góðar vinnuaðstæður: Örugg vinnuaðstaða, laun sem duga til framfærslu og hlunnindi starfsfólks, komið fram við starfsfólk af virðingu og hver og einn fær rými til að vaxa í starfi og einkalífi, jafnrétti kynja, engin nauðungarvinna og engin barnaþrælkun.Þjálfun: Bændum kenndar lífrænar ræktunaraðferðir, moltugerð, hvernig má auka uppskeru og nota lífrænar varnir gegn skordýrum.

Fair trade sjóður: 10% gjald greitt ofan á vöruverð og vinnu sem fer í sjóð til handa þeim samfélögum sem um ræðir. Sjóðnum er stjórnað af meðlimum samfélaganna og fulltrúum fyrirtækjanna.

Sjálfbærni: Stuðlað að fjölbreytni í ræktun og lífrænni ræktun (enginn tilbúinn áburður eða eitur notað). Ýtt undir aðrar leiðir til að bæta jarðveginn (t.a.m. notkun moltu og lífræns áburðar til að búa til heilbrigðan og frjósaman jarðveg).

fair-trade-farm-kids
Um Okkur