Hvað eru 18 í 1 notkunarmöguleikarnir? Hvar finn ég uppskriftir að því hvernig ég þynni út og nota sápurnar?
Í stuttu máli er fátt sem þú getur ekki gert við sápuna. Þú getur notað hana til að þvo andlit, líkama, hendur og hár. Í baðið, til raksturs, burstað með henni tennurnar, þvegið ávexti og notað hana í ilmkjarnaolíumeðferð. Hún er einnig frábær í uppvaskið, þvottavélina, til skúringa, almennra heimilisþrifa, glugga- og klósettþvotta. Enn fremur má baða gæludýrin með henni, ná tökum á rykmaurum og öðrum skordýrum. Það er ýmislegt fleira sem viðskiptavinir hafa gert við sápuna. Láttu okkur vita hvað þú notar hana í!

Til að auðvelda þér lífið hefur Lisa Bronner sett saman allar helstu uppskriftir að því hvernig þú þynnir sápuna úr eftir notkun.

Hvað þýðir „Castile“? Eru sápustykkin líka castile sápur eins og þær fljótandi. Hver er munurinn á þessum tveimur gerðum af sápu?
Á öldum áður var öll sápa sem ekki var gerð úr dýrafitu framleidd í Castile héraði Spánar úr ólífuolíu sem var framleidd á svæðinu. Vegna þessa uppruna varð þróunin sú að allar sápur úr jurtaolíum urðu seinna kallaðar Castile sápur til að aðgreina þær frá öðrum tegundum af sápu. Í dag tryggir merkingin „hrein castile“ að þú ert að kaupa sápu sem er raunverulega einföld og umhverfisvæn. Ekki sápu sem er flókin blanda efna sem eru verri fyrir umhverfið og brotna hægar niður. Því miður eru margar gerðir fljótandi hreinsiefna ranglega merktar sem „fljótandi sápa“ þrátt fyrir að innihalda ekki snefil af alvöru, náttúrulegri sápu.

Bæði fljótandi sápan og sápustykkin frá Dr.Bronner eru úr 100% jurtaolíum. Munurinn er sá að mismunandi efni eru notuð til að sápugera þær. Í fljótandi sápuna er notað kalíum hýdroxíð (pottaska) en í sápustykkin er notað natríum hýdroxíð (lútur).

Þess ber að geta að þessi efni finnast ekki í sápunni þegar hún er tilbúin, þau eru bara notuð í vinnsluferlinu.

Hvað endast sápurnar ykkar lengi? Hvernig get ég séð hvenær þær voru framleiddar?
Almennt mælum við með því að nota allar okkur vörur innan þriggja ára frá kaupum. Sápur endast lengi en vegna þess að allar okkar vörur eru niðurbrjótanlegar er best að geyma þær ekki of lengi. Einfaldlega vegna þess að virknin getur minnkað.
Til að sjá hvenær varan var framleidd má sjá það á „lot“ númerinu sem er að finna á öllum okkar vörum. Fyrsta talan táknar framleiðsluárið (t.d. merkir 7 árið 2017, 8 2018 o.s.frv.) Næstu þrír stafir merkja á hvaða degi ársins varan var framleidd. Svo ef talan er t.d. „7165“ þá var varan framleidd á 165.degi ársins 2017 eða 14.júní 2017.
Fair trade kókosolíurnar okkar eru svo merktar með „Best fyrir“ dagsetningu eins og önnur matvæli. Vegna plássleysis á umbúðum varasalvanna notum við annað kerfi þar. Ef þú vilt fá upplýsingar um framleiðsludagsetningu þeirra er best að hafa samband beint við þjónustudeild okkar.
Get ég notað sápurnar ykkar sem hársápu?
Já, ekki spurning, margir gera það! Við mælum þó með að nota hárnæringu með lágt sýrustig með eins og lífrænu Citrus conditioning rinse hárnæringuna okkar.
Sápurnar okkar þrífa hárið mjög vel en mörgum finnst hárið verða flókið á eftir. Conditioning rinse hárnæringin okkar vinnur gegn þessu og gerir hárið silkimjúkt.
Endilega lesið bloggfærslu Lisu Bronner um málið til að fá meiri upplýsingar.
Hverjar af vörunum ykkar eru vegan? Prófið þið vörurnar ykkar á dýrum?
Allar okkar vörur nema varasalvarnir og smyrslin eru vegan. Þessir tveir vöruflokkar innihalda lífrænt bývax. Allar vörurnar bera „Leaping bunny“ vottun sem þýðir að þær eru aldrei prófaðar á dýrum né skaða dýr á nokkurn hátt.
Ástæða þessa að við notum enn bývax í varasalvana og smyrslin er sú að við höfum ekki enn fundið neitt sem virkar eins vel og það. Sue Kastensen sem hannaði þessar vörur fyrir okkur og hefur áralanga reynslu og mikla þekkingu notaði bývax og lárperuolíu í vörurnar vegna þess að bývaxið er náttúrulega sótthreinsandi, veitir náttúrulega sólarvörn og er það besta til að halda raka í húðinni.
Hvar get ég keypt vörurnar í Bandaríkjunum? Hvað með önnur lönd?
Ef þú ert í bandaríkjunum getur þú farið á www.drbronner.is og undir „store locator“ fá finna útsölustaði. Einnig er hægt að kaupa beint af vefsíðunni.
Mamma veit best ehf er dreifingaraðili Dr.Bronner´s á Íslandi. Vörurnar má finna í verslunum Mamma veit best að Laufbrekkum 30 , 200 Kópavogi, og Njálsgötu 1, 101 Reykjavík. Einnig í heilsubúðum, apótekum og nokkrum matvöruverslunum.
Af hverju er pálmaolía notuð í fljótandi sápuna? Er hún úr sjálfbærri ræktun?
Um leið og fyrirtækið okkar stækkar gefur það okkur æ fleiri tækifæri til að vinna að því að styðja við lífræn og fair trade verkefni um allan heim. Þannig stuðlum við að framgangi lífrænnar ræktunar, sanngjarnra launa og jákvæðri hagþróun. Þegar við bættum pá
lmaolíu í sápurnar okkar fengum við tækifæri til að styðja við það frábæra starf sem Natural Habitats í Ecuador standa fyrir. Þar rækta smábændur olíupálma á sjálfbæran hátt og fá fyrir hann sanngjarnt verð. Vegna þess hve pálma- og kókosolía eru svipaðar að uppbyggingu er hægt að nota þær jöfnum höndum við sápugerð. Báðar gefa af sér afurð sem freyðir mjög vel.
Engir regnskógar eða dýralíf verður fyrir skaða við framleiðslu pálmaolíunnar enda er verkefnið vottað „Fair for life“ undir IMO stofnuninni. Þetta er strangasti staðall á þessu sviði og sá sami og vottar framleiðslu okkar á vegum Serendipol og Serendipalm.
Eru olíurnar sem þið notið, eins og pálmaolían, framleiddar á sjálfbæran hátt?
Sumir viðskiptavinir okkar hafa haft áhyggjur af því að kókos- og pálmaolían sem við notum sé framleidd á svæðum þar sem regnskógar hafa verið höggnir niður til framleiðslunnar eða að þær séu á einhvern hátt framleiddar með aðferðum sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Það er ekki svo því við kaupum bara frá bændum sem hafa lífræna vottun, huga vel að jarðveginum og nota engin eiturefni. Olíurnar koma allar úr sjálfbærri smáræktun og veldur ekki eyðingu skóga.
Pálmaolían er ræktuð af smábændum í Ghana og Ecuador á sjálfbæran hátt þar sem hvorki skóglendi né dýralíf ber skaða af. Við hjálpum bændunum að fá sem besta uppskeru án þessa að þurfa að bregða frá lífrænum eða sjálfbærum ræktunaraðferðum með því að veita þeim fræðslu og stuðning.

Kókosolían kemur frá um 500 mismunandi ræktendum á Sri Lanka. Flestir eru smábændur sem hafa ræktað kókospálma kynslóðum saman. Við hvetjum bændurna til að rækta saman tegundir sem þrífast vel í návígi og útvegum þeim lífrænan áburð á betra verði. Þetta bætir jarðveginn, eykur uppskeru og hagnað smábænda sem gerir þeim kleift að keppa við stærri ræktendur.

Má nota sápurnar á lítil börn?
Dr.Bronner´s sápurnar eru einstaklega mildar og öruggar fyrir börn. Ef þær komast í augu valda þær þó sviða svo það er mikilvægt að passa uppá það.

Lyktarlausa sápan er sú sem við mælum með fyrir minnstu börnin vegna þess að þau gætu haft of viðkvæma húð fyrir ilmkjarnaolíurnar sem eru notaðar í hinar sápurnar. Dr. Bronner´s er frábær sem fyrsta sápan sem þú notar á barnið þitt, hvenær sem þú byrjar á því.

Get ég þvegið gæludýrinu mínu með sápunum?
Já! Dr.Bronner´s sápurnar er frábærar á gæludýr, sérstaklega hunda. Með ketti er best að nota lyktarlausu sápuna því sumar ilmkjarnaolíur geta verið eitraðar fyrir ketti. Einkum Tea tree, lavender og piparmyntuolíur.
Hver er skilaréttur á vörunum?
Ef þú ert ekki ánægð/ur með vörurnar eða hefur einhverjar spurningar varðandi skilarétt er best að hafa samband við okkur hjá Mamma veit best ehf. beint.
Innihalda sápurnar ykkar einhver freyði- eða yfirborðsvirk efni eins og Sodium Lauryl Sulfate?
Alls ekki. Dr.Bronner´s eru 100% alvöru, hreinar Castile sápur. Þær freyða svona vel vegna þess að þær innihalda hátt hlutfall kókosolíu sem freyðir einstaklega vel. Sápan okkar er vottuð „hrein castile“ sem þýðir að þú ert að kaupa sápu sem er raunverulega einföld og umhverfisvæn. Ekki sápu sem er flókin blanda efna sem eru verri fyrir umhverfið og brotna hægar niður. Því miður eru margar gerðir fljótandi hreinsiefna ranglega merktar sem „fljótandi sápa“ þrátt fyrir að innihalda ekki snefil af alvöru, náttúrulegri sápu.

Sal suds er eina varan okkar sem inniheldur Sodium Lauryl Sulfate, coco-betaine og Lauryl Clucoside. Sal suds er alhlið
a þrifasápa sem er ekki notuð á líkamann. Þó að nokkur efni í henni gætu ert mjög viðkvæma húð eru öll innihaldsefnin fengin úr náttúrulegu hráefni og brotna auðveldlega niður í náttúrunni.

Eru vörurnar ykkar lausar við glúten, maís, soja og hnetur? Hvers vegna fæ ég ofnæmisviðbrögð?
Flestar vörurnar okkar eru glútenlausar og lausar við soja, hnetur og aðra þekkta ofnæmisvalda. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar.

Rakstursgelin, líkamskremin og hárkremin innihalda xanthan gum sem er unnið úr óerfðabreyttum maís.

Castile sápurnar, sápustykkin, pumpusápurnar og rakstursgelin innihalda sítrónusýru sem er unnin úr tapioca. Ef þú færð ofnæmisviðbrögð er mögulegt að það sé vegna ilmkjarnaolíanna sem gefa ilminn af sápunum. Ef þú ert með viðkvæma húð mælum við með að nota lyktarlausu vörurnar.

Kókosolían er framleidd og henni pakkað í hnetulausu umhverfi með tækjum sem eru eingöngu notuð við framleiðslu kókosolíu. Kókoshneta er ekki af hnetuætt heldur er hún í raun flokkuð sem ávöxtur þó að matvælaeftirlit flokki hana sem trjáhnetu. Ofnæmi við kókoshnetum er sjaldgæft þó það þekkist og flestir sem hafa trjáhnetuofnæmi geta borðað kókos án vandræða. Ef þú hefur trjáhnetuofnæmi mælum við með að fá álit frá þínum ofnæmislækni áður en þú notar kókosolíu.

Mig svíður þegar ég nota piparmyntusápuna – er það eðlilegt?
Það er ekki algengt (flestir finna fyrir kælandi tilfinningu) en sumir hafa látið okkur vita af þessu vandamáli, sérstaklega á viðkvæmum svæðum líkamans. Það er lítið við þessu að gera nema skipta einfaldlega um sápu. Sú lyktarlausa og lavendersápan eru mildastar.
Hvernig er kókosolían ykkar framleidd? Hver er munurinn á White kernel og Whole kernel olíunum?
Fair trade og lífræna jómfrúar kókosolían okkar er framleidd með „þurrkunarferli“. Eftir uppskeru fá kókoshneturnar að þroskast í 3 vikur. Þá er ytra byrði þeirra fjarlægt og olían pressuð innan tveggja daga. Þegar búið er að taka skelina af og þvo hráefnið er hold kókoshnetunnar malað og loftþurrkað í sérhæfðri vél. Innan 12 tíma er olían pressuð úr þessu hráefni. Olían fer í gegn um tvö stig pressunar til að fjarlægja aðskotahluti svo útkoman verður alveg hrein olía.

Whole kernel olían okkar, þessi með brúna miðanum, er framleidd með brúnu himnunni sem liggur næst hvíta holdinu sem er innst. White kernel olían er framleidd eftir að þessi brúna himna hefur verið fjarlægð. Whole kernel olían er örlítið næringar- og bragðmeiri. Báðar olíur má nota jöfnum höndum í matargerð og annarra heimilisnota.