150 ár og 5 kynslóðir í sápugerð

Dr.Bronner´s var stofnað árið 1948 af Emanuel Bronner. Hann var þriðja kynslóð sápugerðarmanna úr þýskri Gyðingafjölskyldu. Hann notaði miðana utan á sápunum til að deila boðskap sínum og lífsspeki sem var sú að allur heimurinn þyrfti að sameinast í friði og einingu óháð trú eða menningu: „Við erum öll eitt, sundruð erum við ekkert“! Dr.Bronner´s er enn í eigu og er rekið af afkomendum hans sem heiðra sýn hans með því að framleiða vörur sem eru af bestu gæðum, umhverfisvænar og vinna að einingu og styrkingu samfélaga. Einnig með því að styðja við fjöldamörg verkefni sem stuðla að betri heimi. Öll sem eitt!

1858

Sápugerð hefst á Heilbronner heimilinu í Gyðingahverfinu í Laupheim í Þýskalandi.

history-1858

1880s/90s

history-1880s

1908

Emanuel Heilbronner (Dr.Bronner) kemur í heiminn!

heilbronners

1920s

Emanuel (Emil) fer í læri hjá Gyðingafjölskyldu í sápugerð. Útskrifast með meistaraskírteini í sápugerð úr iðnskóla og háskólagráðu í efnafræði.

1929

Sterkur persónuleiki Emils, zíonísk gildi og nútímalegar hugmyndir um sápugerð verða til þess að hann lendir upp á kant við föður sinn og föðurbræður. Hann flytur í kjölfarið til Bandaríkjanna.

1930s

Emil vinnur sem ráðgjafi fyrir bandaríska sápu- og efnaframleiðendur. Þegar Hilter kemst til metorða tekur hann „Heil“ framan af nafninu.

1940s

Nasistar taka yfir sápugerð fjölskyldunnar í Þýskalandi. Foreldrar Emils eru teknir höndum og deyja síðar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Theriesenstadt.

Emil byrjar að kalla sig „Dr“. Hann er sannfærandi með ákafa sínum, vísindaþekkingu og þýskum hreimnum svo enginn fettir fingur út í það.

history-1940s

1945

Sleppur af Elgin State geðveikrahælinu eftir að hafa verið lagður þar inn fyrir að tjá skoðanir sínar kröftuglega. Seinna kennir hann raflostmeðferð sem hann varð fyrir þar um versnandi sjón og blindu á 7.áratugnum.

history-1945

1948

Dr.Bronner´s fyrirtækið stofnað! Framleiðsla á fljótandi piparmyntusápu og heilsukryddum hefst.

history-1948

1950

Öll sem eitt! Dr.Bronner heldur fyrirlestur á Pershing torgi þar sem hann hvetur alla til að sameinast sem eitt og selur piparmyntusápu í leiðinni. Hann sér að margir taka sér sápu án þess að hlusta á hann tala svo hann byrjar að prenta fyrirlestrana á miðana sem eru límdir á sápurnar. Synir hans Jim og Ralph hjálpa honum við reksturinn.

1960s/70s

Dr.Bronner´s sápan verður sú sápa sem einkennir þetta tímabil. Ungt fólk með nýja sýn tekur vel í friðarboðskapinn sem er prentaður á miðana. Verksmiðjan flytur til Escondido í Kaliforníu og Jim tekur að sér meiri ábyrgð innan fyrirtækisins.

cef-n-bronners-soap-1976-sm

1980s

Dr.Bronner´s sápurnar verða æ vinsælli og algengari í mismunandi verslunum. Ralph og Dr.Bronner vinna í því að endurbæta boðskapinn á flöskunum. Jim stofnar Bronner efna- og tækniráðgjöf. Hann finnur upp froðu sem enn er notuð til að berjast gegn skógareldum.

history-1980s

1990s

Heilsu Dr.Bronner´s hrakar af völdum Parkinson´s sjúkdómsins. Synir hans Ralph og Jim og Trudy kona Jim taka alfarið við stjórn fyrirtækisins.

history-1990s

1997

Dr.Bronner fellur frá

100

1998

Um leið og hann berst við krabbamein þjálfar Jim Bronner 24 ára gamlan son sinn David til að taka við stjórn fyrirtækisins. David hafði þá lokið námi í Harvard háskóla. Jim gefur einni 1200 ekrur af ósnertu landi að virði 1,4 $ til San Diego County Boys & Girls Club.

Þegar Jim fellur frá taka David, Trudy og Ralph við stjórn fyrirtækisins.

history-1998

2000

Michael Bronner gengur til liðs við fyrirtækið og tekur til við að flytja sápurnar út um allan heim.

history-2000

2001-2004

Dr.Bronner´s styðja við og fjármagna baráttu hempiðnaðarins til að fá reglugerðum varðandi framleiðslu breytt. Sigur vinnst 6 febrúar 2004, á afmælisdegi Bob Marley!

hia-129

2003

Dr.Bronner´s verða stærsta USDA lífrænt vottaða fyrirtækið sem framleiðir húð- og heimilisvörur. Þau gerast líka frumkvöðlar í notkun á 100% post-consumer endurunnum flöskum. Einnig innleiðir fyrirtækið 5:1 launaþak: hæst launaði starfsmaðurinn fær aldrei meira en 5 sinnum hærri laun en sá lægst launaði. Auk þess fá allir starfsmenn 100% sjúkratryggingar. Allur hagnaður sem ekki fer í rekstur fyrirtækisins er gefinn til góðgerðarmála eða úthlutað í framsækin verkefni.

Ralph Bronner setur upp einleik á sviði um líf sitt, föður síns og Dr.Bronner´s sápuævintýrið.

usda-closeup

2005

Sue Kastensen (Sun Dog Hemp Body Care) gengur til liðs við Dr.Bronner´s. Hún hjálpar til við hönnun á varasölvum, smyrslum og kremum sem mæta lífrænum stöðlum USDA.

history-2005

2006

Vinna við að fá öll helstu hráefni í vörurnar vottuð Fair trade.

SME (288)

 2007

Dr.Bronner´s vottað Fair trade fyrirtæki.

Kvikmyndin Dr.Bronner´s Magic Soapbox kemur út.

2008

Dr.Bronner´s fagna 150 árum í sápugerð og 60 árum í framleiðslu á lífrænt vottuðum vörum. Gamall draumur Emanuel Bronner um að flytja sápurnar út til Ísrael rætist.

60th-anniversary-bottle-logo

2011

Systurfyrirtækið Dr.Bronner´s Germany (DBG) opnar í Dusseldorf og sér um dreifingu í Evrópu.

Í samstarfi við kókosolíuframleiðanda sinn í Sri Lanka hefur Dr.Bronner´s framleiðslu á white kernel og whole kernel fair trade kókosolíu.

SME (256)

2010 to 2013

David Bronner handtekinn fyrir utan höfuðstöðvar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna fyrir að planta hempfræjum og aftur fyrir að uppskera hemp plöntur í búri fyrir utan Hvíta húsið.

Í september 2013 fagna starfsmenn Dr.Bronner fyrstu Bandarísku iðnaðarhemp uppskerunni í meira en 60 ár með bóndanum Ryan Loflin.

c6eeafe812272a34

2012 to 2013

Dr. Bronner´s gengur til liðs við ýmsa hópa sem berjast fyrir merkingu erfðabreyttra matvæla.

history-2012-13

2014

Eftir að hafa vaxið um 1,100% á 15 árum flytur fyrirtækið í stærri verksmiðju og skuldbindur sig til að verða úrgangslaust fyrirtæki.

img_0531

2015

Fráfall Ralph Bronner sem var hjarta og sál fyrirtækisins hvatti okkur öll til að halda fast í þá stefnu að hafa kærleikinn alltaf ofar gróðanum. Takk Ralph frændi!

history-2015

Um Okkur