100% post-consumer endurunnar plastumbúðir – flaska að flösku, ekki í landfyllingu!

Dr.Bronner´s nota eingöngu 100% post-consumer endurunnar polyethylene plastflöskur undir allar fljótandi sápurnar sínar. Þetta hefur fyrirtækið gert í meira en 10 ár, löngu áður en það varð algengt í þessum bransa.

Með því að breyta plastflöskum í nýjar flöskur verndum við náttúruauðlindir, minnkum rusl sem fer í landfyllingar og nýtum sem best þá orku sem fór í það að búa til það plast sem er til. Þegar eitt tonn af Dr.Bronners flöskum er endurunnið sparast nærri 57 rúmmetra af landfyllingarplássi!

raw-bottles

„Flaska í flösku“ endurvinnsla, að búa til nýjar plastflöskur úr gömlum, er líka sjaldgæf. Algengast er að plastúrgangur sé sendur úr landi, t.d. til Kína. Þar er honum breytt í ýmiss konar gerviefni sem síðan er breytt í teppi eða föt sem síðan eru flutt aftur til Bandaríkjanna til sölu. Flaska í flösku endurvinnsla heldur endurvinnslukeðjunni minni, framleiðir minni gróðurhúsaáhrif og brennir minna eldsneyti.

Um helmingur post-consumer endurunnu flaskanna okkar eru gerð úr efni sem kallast CarbonLite. Það er unnið úr plastúrgangi sem safnast hefur í Kaliforníuríki. Það þýðir að hluti flaskanna er búinn til úr 100% post-consumer endurunnu plasti fengnu úr nærumhverfi fyrirtækisins og gæti meira að segja innihaldið eitthvað af gömlum Dr.Bronner´s flöskum!

Við fylgjumst einnig náið með þróun á bio-plasti sem er framleitt úr plöntuefnum fremur en jarðolíu og brotnar niður í náttúrunni. Þessi tækni er enn í þróun og enn er ekki komið bio-plast á markað sem hentar okkar þörfum. Við viljum líka ganga úr skugga um að hráefnið í bio-plast standist okkar kröfur um sjálfbæra ræktun og sé ekki gert úr erfðabreyttum maís sem er ræktaður við mjög óumhverfisvænar aðstæður. Enn sem komið er krefst það meiri orku að framleiða bio-plast en að endurvinna notað plast. Við erum samt vongóð um að einn daginn geti bio-plast leyst plast af hólmi og breytt iðnaðinum fyrir fullt og allt.

Um Okkur