Sanngjörn viðskipti (Fair trade) við bændur og búalið um allan heim

Árið 2006 ákvað Dr.Bronner´s að öll helstu hráefni yrðu keypt með Fair-trade og lífræna vottun víðs vegar að úr heiminum. Þetta var gert með það að leiðarljósi að tryggja framleiðendum sanngjarnt verð fyrir vörurnar, verkamönnum sanngjörn laun fyrir vinnuna og stuðla að samfélagslegri uppbyggingu og bættum lífsgæðum.

Hráefnin eru vottuð fair trade með Fair For Life vottun IMO stofnunarinnar. Auk þess að nota bara Fair trade hráefni styður fyrirtækið við áframhaldandi viðhald og framgang Fair trade verkefna til að tryggja framtíð þeirra og þess fólks sem þau snerta.

fpt_display

Endilega kynnið ykkur þau Fair trade verkefni sem við styðjum við víða um heim.

Um Okkur