Óháðar vottanir þriðja aðila tryggja það að vörurnar okkar standist ströngustu kröfur um sjálfbærni umhverfis og samfélags

USDA lífrænt

Dr.Bronner´s vörurnar eru vottaðar af USDA samkvæmt sömu stöðlum og gilda fyrir lífrænar matvörur. Vörur sem innihalda yfir 95% lífræn hráefni hafa USDA lífræna vottun á framhlið umbúða. Fljótandi castile sápan sem inniheldur yfir 90% lífræn hráefni hefur ekki USDA merkið fyrir lífræna vottun en á henni stendur „framleidd með lífrænum olíum“.

bronners-web-certifications-usda_organic

Oregon Tilth lífræn vottun

Óhagnaðardrifin stofnun sem sér um lífræna vottun og leggur áherslu á heiðarlegan og sjálfbæran landbúnað.

bronners-web-certifications-oregon_tilth_certified

Fair for life

Öll okkar helstu hráefni eru vottuð Fair trade og Fair for life. Þetta tryggir góðar vinnuaðstæður og sanngjörn laun í gegnum allt okkar framleiðsluferli. Dr. Bronner´s var fyrsta fyrirtækið sem tryggði fair trade framleiðsluferli á kókos- og pálmaolíu.

NSF: Húð- og heimilisvörur sem hafa lífræn innihaldsefni

Tannkremið okkar er vottað samkvæmt þessum staðli sem þýðir að það hefur minnst 70% lífræn innihaldsefni en stenst ekki kröfur USDA um lífræna vottun.

bronners-web-certifications-nsf

Leaping Bunny

Hráefni og vörur Dr.Bronner´s eru aldrei prófuð á dýrum og fá því Leaping Bunny vottun en það er stofnun sem hefur eftirlit með og stendur gegn tilraunum á dýrum.

bronners-web-certifications-not_animal_tested

Vegan Action

Vegan Action vottar að vegan vörurnar okkar innihalda ekkert úr dýraríkinu og engar dýraafurðir eru notaðar í framleiðsluferlinu. Aðeins örfáar af okkar vörum eru ekki vegan: varasalvarnir og græðikremin innihalda bývax og andlitsvatnið (selt í japan og kóreu) inniheldur hunang.

bronners-web-certifications-vegan

B Corp

B Corp vottuð fyrirtæki eru hagnaðardrifin fyrirtæki sem eru vottuð af óhagnaðardrifinni stofnun sem setur staðla um frammistöðu í umhverfis og félagsmálum og hvað varðar ábyrgða og gegnsæi.

bronners-web-certifications-b_corp

Non-GMO Project

Dr.Bronner´s vörurnar innihalda engin erfðabreytt hráefni. Non-GMO vottun tryggir það að vörurnar eru lausar við erfðabreyttar lífverur eða hráefni úr þeim.

bronners-web-certifications-non_gmo_project

OK Kosher

Kókosolían sem Dr.Bronner´s nota hefur Kosher vottun. Vörur og framleiðsluhættir standast strangar kröfur kosher laga s.s. varðandi hreinlæti, hreinleika og gæði.

bronners-web-certifications-kosher
Um Okkur