Hvernig er hægt að nota fljótandi Dr. Bronner’s sápuna og í hvaða hlutföllum er best að blanda hana?

18 notkunarmöguleikar í einni sápu!

Líkaminn

Andlit

2 til 3 dropar nuddast í blauta lófana og berist á blauta húðina í andliti.

Líkamssápa

Ein smá sprauta af sápunni í þvottapoka, nuddast á blautan líkamann.

Sápuskammtari

Þynnist einn partur sápuþykkni á móti þremur pörtum vatni í sápuskammtara í sturtuna.

Spray til að þvo líkamann

Ef ekki er kostur á að þvo hendur, eins og á langri göngu eða í útilegu, eða ef viðkomandi er með gifs eða stórar sáraumbúðir á líkamanum má útbúa sprey til að þvo líkamann sem hægt er að þurrka af líkamanum:

Ein og hálf teskeið fljótandi sápa (7.5 ml) blandast við 240 ml af vatni í spreybrúsa eða litla spreyflösku. Spreyið létt yfir húðina og þurrkið af með blautum (en ekki rennblautum) klút. Leyfið húð að þorna eða þurrkið hana með handklæði eða klút.

Til að fjarlægja andlitsfarða

Bleytið andlit og nuddið nokkrum dropum af sápu í blauta lófana, nuddið fram froðu og nuddið á húðina í andliti. Skolið af.

Hár

Nokkrir dropar í stutt hár en upp að hálfri matskeið í sítt hár (7.5 ml) nuddast beint í mjög blautt hárið eða blandast fyrst í smá vatn og síðan notað til að þvo hárið. Eftir hárþvott er best að nota Sítrus hárskolið frá Dr. Bronners eða útþynnt eplaedik til að skola hárið með eftirá. svo er gott að nota Dr. Bronner’s hárkremið góða til að stilla af rakastig og gefa hárinu aukinn glans.

Bað

Það fer svolítið eftir stærð baðkars en umþaðbil tvær matskeiðar af sápu í meðalstórt baðkar. Sápan freyðir ekki í baðinu en hreinsar líkamann vel.

Rakstur

Andlit – 10 dropar, undir hendur – 3 dropar, fótleggir – hálf teskeið. Látið sápuna freyða með blautum höndunum og berið á svæðið.

Tennur

1 dropi á tannbursta (já hún bragðast eins og sápa)

Spangir, teinar og tanngómar:

Bleytið og bætið 1-2 dropum af sápu á mjúkan tannbursta, burstið varlega og skolið.

Fótabað

Hálf matskeið (7.5 ml) í bala fullan af heitu vatni.

Við kvefi, flensu og stífluðum nef- og kinnholum:

1 matskeið (15 ml) piparmyntu eða eucalyptus fljótandi sápa í skál af sjóðandi heitu vatni. Andið að ykkur gufunni með handklæði yfir höfðinu svo gufan haldist að vitunum.

Heimilið

Uppþvottur

Þynnið 1 part sápu með 10 pörtum vatni í brúsa og notið svo sem uppþvottalög.

Þvottur

Um einn desilíter af fljótandi sápu í stóra þvottavél. bætið tveimur og hálfum desilítrum af ediki í mýkingarefnishólfið. Til að hvítta þvott og losna við ólykt er hægt að bæta 120 ml af matarsóda með fljótandi sápunni í sápuhólfið. (Ef þvottavélin er lítil, þarf aðeins helmings skammta af efnum).

Handþvottur á viðkvæmum þvotti

1 matskeið (15 ml) fljótandi sápa í um 4 lítra af volgu eða köldu vatni. Hreyfið fatnaðinn varlega um í vatninu. Leyfið fatnaðinum að liggja í bleyti í um 10 mínútur. Hrærið varlega aftur. Skolið með hreinu vatni. Kreistið varlega mesta vatnið úr flíkunum Pressið varlega afgangs vatn úr með handklæði. Hengið upp eða leggið flíkurnar flatar til að þerra þær.

Gólfþvottur (parket, steingólf og flísar)

120 ml fljótandi sápa í 12 lítra af heitu vatni. (Sals Suds sápan hentar vel fyrir gólfþvott)

Alhliða hreinsisprey

30 ml af sápu í hálfan líter af vatni í spreybrúsa. Má bæta nokkrum dropum af tea tree ilmkjarnaolíu til að gera spreyið kröftugra.

Gluggaþvottur

Hálf matskeið sápa í hálfan líter af vatni í spreybrúsa. Spreyið og bleytið með svampi og notið sköfu til að skafa bleytuna af. Gott er að nota hreinan matarsóda eða blöndu af vatni og ediki til að klára gluggaþvottinn og skafa af með mjúkri sköfu.

Klósettþrif

Blandið 1 part sápu á móti 4 pörtum af vatni. Bætið tea tree ilmkjarnaolíudropum út í blönduna. Notist við klósettþrif. Þekið klósettskál vandlega með blöndunni. Hristið bökunarsóda á klósettburstann, skrúbbið skálina og leyfið þessu að vinna í skálinni í 10 mínútur. Sturtið niður.

Ávaxta- og grænmetisskol

1 kreista (um einn fjórði partur af teskeið) í vatnsskál. Dýfið ávöxtum og grænmeti ofaní vatnið og hrærið. Skolið svo af með köldu vatni.

Hundasápa

Bleytið hundinn vandlega. Nuddið nægilega miklu af sápu í feldinn til að búa til veglega froðu. Nuddið sápuna vel inn í feldinn svo að froðan nái inn að húðinni. Hundurinn þinn mun verða þakklátur fyrir það. (Magn af sápu fer eftir stærð hundar, hártegund og því hversu mikil óhreinindi eru til staðar í feldinum). Skoðið sápuna vandlega úr feldinum eftir þvottinn.

Þrif á farðaburstum

Bleytið farðaburstana með vatni. Bætið 1-2 dropum af sápu á burstahárin. Nuddið varlega í rúmlega tíu sekúndur, skolið. Endurtakið eftir þörfum, þar til skolvatnið er orðið alveg tært eftir burstaþvottinn.

Pöddusprey fyrir sýktar plöntur

Hálf matskeið (7.5 ml) í hálfan líter af vatni í spreybrúsa. Það má gjarnan bæta smávegis af cayenne pipar eða kanil út í blönduna. Spreyið plönturnar tvisvar á dag, á svalari tímum dagsins, þar til plönturnar eru lausar við óværuna.

Lesa má meira um þetta á aðalsíðu Dr. Bronner’s:

Efni fengið af Bandarísku Dr. Bronner’s heimasíðunni