Pálmaolían í Dr. Bronner’s sápunni er fair trade og lífræn

Af hverju er pálmaolía í Dr. Bronner’s sápunni?

Pálmaolía er gædd ákveðnum eiginleikum sem henta einstaklega vel fyrir Dr. Bronner’s sápustykkin. Vegna pálmaolíunnar er hægt að gæða sápuna ákveðinni áferð og stöðugleika og froðan af henni verður ríkuleg, mjúk og sefandi fyrir húðina. Starfsfólk fyrirtækisins hefur einfaldlega enn ekki undið annan kost, sem gefur nógu svipaða eiginleika. Þau nota pálmaolíu, ekki vegna þess að hún sé ódýrari eða að mikið framboð sé af henni, heldur þvert á móti hafa þau gengið mjög langt til að skapa sinn eigin lífræna og fair trade pálmaolíu rekstur, sem tryggir það að pálmaolían sem er notuð sé framleidd og nýtt á sjálfbæran hátt og sé ekki skaðleg umhverfinu.

Það er gríðarlega sorglegt að verða vitni að því þegar óábyrg framleiðsla og nýting á pálmaolíu veldur umhverfissskaða, missi á hýbýlum dýra og röskun á jafnvægi í náttúrunni. Mikið hefur verið gert til að tryggja að sú pálmaolía sem notuð í Dr. Bronner’s sápustykkin sé fengin á sjálfbæran hátt og að framleiðslan valdi ekki umhverfisskaða. Öll pálmaolía sem fyrirtækið nýtir í vörur sínar er fengin frá smærri ræktendum í Ghana. Þar hafa olíuplálmar vaxið í margar aldir, og þar er ekki verið að ganga á nýja ósnortna skóga. Starfsfólk Dr. Bronner’s leitar sífellt leiða til að gera ræktunina og framleiðsluna sjálfbærari og þau styðja við ræktendur meðal annars með því að kenna þeim hvernig notast megi við lífrænar aðferðir til að bæta og auka uppskeru sína. Þannig er uppbyggilegum aðferðum beitt til að ná fram betri nýtingu á litlum landskikum. Hjá Dr. Bronner’s trúum við því að það sé ekki bara spurning um hvar þú ræktar, heldur líka hvernig þú ræktar.

Hér má sjá myndband sem útskýrir pálmaolíu verkefnið

Hér má lesa meira um pálmaolíu verkefnið á bandarísku heimasíðu Dr. Bronner’s:

https://www.drbronner.com/blogs/our-suppliers/projects-and-partnerships/?fbclid=IwAR3IKxZq6sLh4FtuSem1Nwv3z6Kpmobp3tcJa9a3W4-pLUD_OSLR0TmYiCE#about-serendipal