Dr. Bronner’s Baby Mild vörurnar án lyktarefna

Dr. Bronners vörurnar án lyktarefna eru einstaklega góðar fyrir viðkvæma og fólk sem er að kljást við þurra húð. Vörurnar eru kjörnar fyrir ungabörn, ofnæmisfólk og fyrir fólk með fjölefnaóþol. Þær eru líka afar hentugar fyrir gæludýrin, sérstaklega fyrir hundana.

Vörurnar eru lífrænar, fair trade, umhverfisvænar og þær brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Umbúðirnar eru úr endurunnu plasti og endurunnum pappír

Fljótandi sápuþykkni án lyktarefna

Sápuþykknið blandast með vatni og þynnist talsvert út. Það má nota sem uppþvottalög, sjampó, sem sturtusápu og sápu fyrir allan líkamann, sem handsápu, sem andlitshreinsi og til að fjarlægja farða, í þvottavélina, til að skúra, í alhliða hreinsisprey, til að þvo make up burstana, sem hundasjampó, sem skordýraeyði á plönturnar og til að hreinsa ávexti og grænmeti.

Fljótandi sápan er alhliða sápuþykkni fyrir líkamann, heimilið og gæludýrin. Sápan er þykkni og er því mjög drjúg og hægt að þynna hana talvert út, sem sparar pening og er náttúruvænt því þá þarf minna af umbúðum og hún freyðir vel. Það má blanda ilmkjarnaolíu að eigin vali við sápuna til að sérsníða hana þínum þörfum og óskum.

Fljótandi sápan er eina sápan sem þú þarft!

Galdrasmyrslið

Dr. Bronner’s galdrasmyrslið er alhliða smyrsl sem hentar öllum húðsvæðum, öllum aldri og öllum húðgerðum. Það er einstaklega nærandi, rakagefandi, græðandi og sefandi og verndar húðina frá vindi og veðrum.

Smyrslið er alveg laust við kemísk gerfiefni. Það er unnið úr hreinum náttúrulegum efnum og vottað af sama aðila í Bandaríkjunum og vottar lífræna fæðu. Smyrslið er í raun svo hreint að það væri hægt að borða það. Smyrslið er blanda af lífrænu býflugnavaxi, lífrænni kókósolíu, lífrænni avókadó olíu, lífrænni jojoba olíu og bandarískri hampolíu.

Smyrslið er kjörið á þurrkubletti, þurrar varir, á ný og gömul húðflúr, við kláða, sem hand- og fótakrem, sem rakasmyrsl fyrir ungabörn og fleira.

Galdrasmyrslið milda má nota á ýmsa vegu. Meira um það hér á bandarísku bloggsíðunni:

Galdrasmyrslið milda má nota á ýmsa vegu

Hugaðu vel að nýja húðflúrinu með mildu Dr. Bronner’s vörunum:

Hugaðu vel að nýja húðflúrinu með mildu Dr. Bronner’s vörunum

Sefandi og mildi lyktarlausi varasalvinn

Lífræni lyktarlausi varasalvinn frá Dr. Bronner’s inniheldur meðal annars lífrænt býflugnavax sem myndar verndarlag ofaná húðina sem verndar frá veðri og vindum og er alveg hreinn og náttúrulegur og laus við kemísk gerfiefni. Hann inniheldur lífræna jojoba olíu og avocado olíu, en þær hjálpa til við að gefa húðinni djúpann og góðan raka. Varasalvinn inniheldur lífræna hampfræjaolíu sem er nú framleidd í Bandaríkjunum eftir lögleiðingu þar. Hann er vottaður lífrænn af USDA National Organic Program standard því það sem fer á varir þínar fer líka inn í líkama þinn.

Varasalvann má einnig nota á þurrar hendur og fætur, naglaböndin, þurrkubletti á kinnum. Hann má nota til að bera á þurra bletti hvar sem er á húðinni, til dæmis þurra og sprungna húð á hnúum og fingrum yfir vetrartímann. Hann má nota í kringum um augnsvæðið til að gefa raka og nota til að móta augnbrúnahárin og halda þeim formuðum.

Sykursápan

Sykursápan er alhliða líkamssápa. Hún er notuð sem handsápa, sjampó og sturtusápa. Sápuna má einnig nota sem raksápu. Hana er hægt að þynna talsvert með vatni þar sem hún er mjög þykk. Það sparar pening og er gott fyrir jörðina þar sem hráefnin eru þannig drýgð og nýtt vel og líkaminn fær mildari sápu. Hægt er að fá áfyllingu á sykursápuna í verslun okkar í Kópavogi og spara þannig kaup á umbúðunum og gera góðverk fyrir náttúruna.

Sápan inniheldur sömu innihaldsefni og fljótandi Dr. Bronner’s sápan, en að auki er í sykursápunni lífrænn sykur og lífrænt extrakt úr shikakai jurtinni svo úr verður sápa sem er þykk og mjúk og afar rakagefandi svo hún þurrkar ekki húðina, heldur mýkir hana og nærir. Sápan hentar öllum aldri og húðgerðum.

Raksápan

Dr. Bronner’s Ilmefnalausa raksápan er kjörin fyrir fólk með ofnæmi, viðkvæma húð, þurra húð og fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir ilmefnum eða með fjölefnaóþol. Hún er lífræn og inniheldur engin kemísk efni. Hún hentar öllum kynjum fyrir rakstur hvar sem er á líkamanum. Blandast með vatni og nuddast á svæðið sem á að raka. Svo eru sápuleifarnar skolaðar af eftir rakstur. Raksápan er mild og ertir ekki húðina og gefur silkimjúka áferð.

Gæludýrasápan

Fljótandi lyktarlausa sápan er kjörin fyrir gæludýrin og hún er sérstaklega hentug sem hundasjampó því ilmefni geta nánast virkað sem árás á næmt lyktarskyn hunda.

Einnig er milda galdrasmyrslið alveg jafn gott fyrir hundaloppur og það er fyrir okkur mannfólkið.