LÍFRÆN HÁRNÆRING
Lífræna sítrus hárnæringin frá Dr. Bronner er nærandi og áhrifarík án nokkurra gerviefna. Lífrænn sítrónusafi skolar og þéttir hárlegginn svo að hárið verður viðráðanlegra. Lífrænt shikakai er fengið úr fræbelgjum Acacia Concinna-trésins sem á uppruna sinn í SA-Asíu. Það hefur verið notað árhundruðum saman á Indlandi sem mild næring fyrir húð og hár. Lífrænar kókos-, ólífu- og hampolíur gefa hárinu raka svo það verður silkimjúkt!
Notkun
Notaðu hárnæringu með hverri af sápunum okkar sem er til að fullkomna lífrænu hárumhirðuna. Þegar búið er að þvo hárið með Dr. Bronner´s sápu er best að blanda hárnæringu úr í 1 bolla af vatni og hella yfir hárið. Sítrusinn í næringunni vinnur á móti basískum áhrifum sápunnar, mýkir hárið og gerir það meðfærilegt.
Innihald
Lífrænn sítrónusafi, lífrænt shikakai duft, lífræn sítrónuolía, lífræn appelsínuolía, lífræn kókosolía, lífræn pálmakjarnaolía, lífræn ólífuolía*, lífræn hampolía, lífræn jojoba olía, kalium hýdroxíð **, sítrónusýra, tókóferól.
*FAIR TRADE VOTTUÐ INNIHALDSEFNI
**Ekkert verður eftir í vörunni þegar framleiðslu lýkur.