LÍFRÆNT HÁRKREM – PIPARMINTA

Lífræna hárkremið frá Dr. Bronner er létt mótandi og gerir hárið silkimjúkt án nokkurra gerviefna! Lífræn kókosolía gefur hárinu gljáa og styrkir það, lífræn jojoba olía gerir hárið meðfærilegra og lífræn hampolía gefur hárinu raka og mýkt. Hárkremið er best að nota sem hluta af lífrænni hárumhirðu með lífrænu sykursápunni og lífrænu hárnæringunni.
Notkun
Eftir hárþvott er gott að mýkja og móta hárið með lífræna hárkreminu. Byrjaðu á að setja lítið magn í lófann og greiða mjúklega gegnum hárið, með áherslu á endana. Notaðu eins mikið og þú þarft til að hárið verði mjúkt og mótað eins og þú vilt hafa það.
Innihald
Vatn, lífræn kókosolía, lífrænt etýl alkóhól, lífræn jojoba olía, lífræn lárperuolía, lífræn hampolía, lífræn piparmyntuolía, lífrænt quillaja saponaria extract, xanthan gum, tókóferól*. *FAIR TRADE VOTTUÐ INNIHALDSEFNI