LÍFRÆNT KREM – PIPARMINTA

Nærir og mýkir húðina með hágæða innihaldsefnum. Lífræn jojoba olía græðir og róar, lífræn kókosolía gefur raka, lífrænar hemp og lárperuolíur mýkja og næra. Hentar flestum húðgerðum; viðkvæmri-, þurri-, grófri- eða blandaðri húð. Við notum bara lífrænar ilmkjarnaolíur til að gefa ilminn svo andaðu djúpt að þér!
Notkun
Kremin eru mild og má nota jafnt á hendur, andlit og líkama. Þau eru mjög drjúg og dreifast vel svo við mælum með að byrja með lítið magn í einu. Sniðugt er að geyma hana við vaskinn og bera alltaf smá á hendurnar eftir handþvott eða strax eftir sturtu eða bað, áður en húðin þornar. Kremið smýgur hratt inn í húðina og þú þarft ótrúlega lítið til að þekja allan líkamann. Nærir og mýkir á náttúrulegan hátt. Nuddaðu hægt og þétt inn í húðina, í átt að hjartanu. Slakaðu á og andaðu djúpt! Heilsan er ríkidæmi!
Innihald
Vatn, lífræn kókosolía, lífræn jojobaolía, lífrænt ethyl alcohol, lífræn lárperuolía, lífræn piparmyntuolía, lífræn hempfræjaolía, lífrænt quillaja Saponaria extract, xanthan gum, tókóferól.Fair trade vottuð innihaldsefni