HAND OG LÍKAMSSÁPA – 355ML TEA TREE

Milt og sætt fyrir kroppinn og jörðina. Það er lífrænn og fair trade sykur sem gefur pumpusápunum okkar sinn sæta ilm og karamellubrúna lit. Blanda af sykri, greipaldinsafa og hágæða olíum sér til þess að sápan freyðir, er silkimjúk, hreinsar vel en nærir húðina á sama tíma. Allt í takt við sápugerðarhefðina.
Notkun
Lífrænu pumpusápurnar okkar eru frábærar til að þvo andlit, hendur og kropp. Við vaskinn og í sturtuna! Ein pumpa er nóg til að þvo hárið. Nuddið vel inn í hársvörðinn og skolið svo vel úr. Ef hárið er mjög þykkt og sítt gæti þurft að endurtaka leikinn. Eftir þvottinn er mikilvægt að skola hárið með næringu sem hefur lágt sýrustig eins og Dr.Bronner´s sítrus næringunni. Hárið verður silkimjúkt! Ef þú átt ekki næringuna má nota útþynnt eplaedik eða sítrónusafa.
Innihald
Lífrænn súkrósi, lífrænn hvítur greipaldinsafi, lífræn kókosolía, lífræn tea tree olía, lífræn pálmakjarna olía, kalíum hýdroxíð, lífræn ólífuolía, lífrænt shikakai duft, lífræn hempolía, lífræn jojoba olía, sítrónusýra, tókóferól.*Vottað fair trade **ekkert verður eftir í vörunni eftir framleiðslu
STÆRÐIR