ALL-ONE TANNKREM ANIS (LAKKRÍS)

Við kynnum til leiks All-one tannkremið frá Dr.Bronner´s með 70% lífrænum innihaldsefnum. Þessi einstaka blanda er laus við flúor og inniheldur engin gervi freyði-, litar-, bragð- rotvarnar- eða sætuefni. Þetta einfalda en áhrifaríka tannkrem er ferskt og hreinsar vel um leið og það örvar munn, tennur, góma og tungu. Það kemur í endurvinnanlegum umbúðum og er fáanlegt með fjórum bragðtegundum; piparmyntu, kanil, anis og myntu/spearmint.
Notkun
Burstaðu vandlega tvisvar á dag með tannkreminu frá Dr.Bronner´s til að hreinsa og hvítta tennur. Notaðu auk þess tannþráð daglega. Tennur og gómar verða skínandi hreinir og þú finnur fyrir ferskleikanum.
Innihald
Lífrænt glýserín, lífrænn aloe vera safi, kísill, kalk karbónat, xanthan gum, natríum bíkarbónat, (matarsódi), kalíum cocoate (úr lífrænni kókosolíu), Lífræn anísolía, lífrænt kókoshveiti, lífrænir villimyntu kristallar, lífræn kókosolía, tókóferól, sítrónusýra, lífrænt stevíu extrakt.*Fair trade vottuð innihaldsefni