SAL SUDS NIÐURBRJÓTANLEG ÞRIFASÁPA – 946 ML.

Sal Suds fljótandi þrifasápan er í raun ekki sápa heldur alhliða, útþynnanlegt hreinsiefni. Hún er búin til úr yfirborðsvirkum efnum úr jurtaríkinu ásamt náttúrulegum ilmkjarnaolíum úr þini og greni. Engin gervi litar-, ilm- eða rotvarnarefni. Hentar einstaklega vel í öll heimilisþrif (uppþvott, gólfþvott, í þvottvélina o.s.frv.). Hún er einstaklega öflug í þrifin en fer á sama tíma mildum höndum um húðina. Sal Suds hentar jafnt hörðu og mjúku vatni og skolast vel af, bæði með heitu og köldu vatni. Vottuð 100% „cruelty-free“ af Coalition for Consumer Information on Cosmetics og brotnar hratt niður eftir notkun.
Notkun
Sal Suds er eina alhliða hreinsiefnið sem þú þarft og hentar í nánast hvaða þrif sem eru. Notið tvær matskeiðar í þvottavélina, þynnið með vatni til að þrífa borð og bekki og til að skúra gólfið. Jafnvel hægt að blanda með matarsóda til að skrúbba baðker og vaska. Fleiri hugmyndir að notkun og uppskriftir má finna hjá lisabronner.com undir „Sal Suds Dilutions Cheat Sheet“.
Innihald
Vatn, sodium lauryl sulfate (SLS), coco-betaine, decyl glucoside, Abies Siberica (Síberíuþinur) olía úr nálunum, Picea Glauca (greni) olía, sítrónusýra, natríum súlfat, natríum klóríð, kalíum hýdroxíð.
STÆRÐIR