Til þess að við getum raunverulega vaxið verðum við að styðja við vöxt og velferð allra

Emanuel Bronner trúði því að fyrirtæki hefðu það hlutverk að deila gróða sínum með starfsfólki og jörðinni sem gaf af sér hráefnin. Sonur hans Ralph kallaði þetta uppbyggilegan kapitalisma og við höfum þessa hugmyndafræði að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Allt frá þeim vörum sem við framleiðum, til framleiðenda, baráttumála, góðgerðarstarfa og sambands okkar við starfsfólk, viðskiptavini og birgja. Það er okkur gríðarlega mikilvægt að vörurnar okkar hafi raunveruleg jákvæð áhrif á fólkið og samfélögin sem sjá okkur fyrir hráefnum og koma að framleiðslunni um allan heim.

img_0543

Viðskipti sem jákvætt afl – ástæða þess að Dr.Bronner´s er Benefit fyrirtæki

Í júlí 2015 hlaut Dr. Bronner´s nafnbótina Benefit fyrirtæki í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Benefit fyrirtæki eru gróðadrifin fyrirtæki sem uppfylla ákveðin lögbundin markmið um að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

Dr.Bronner´s hefur staðist opinbera skoðun um að uppfylla þessi skilyrði en auk þess höfum við okkar eigin markmið til viðbótar við það sem krafist er:

  • Að efla vitund almennings um umhverfis- og samfélagsmál
  • Að framleiða vörur og nota hráefni sem eru vottuð fair trade og lífræn
  • Stuðla að launajafnrétti og sanngjörnum launum: Hæst launaði starfsmaður fyrirtækisins er aldrei með meira en 5x hærri laun en sá lægst launaði
  • Vöxtur fyrirtækisins og sú stefna okkar að hafa jákvæð áhrif á samfélagið er drifin af baráttu okkar fyrir umhverfisvernd og samfélagsbótum. Ekki má sækja eigendur og fulltrúa fyrirtækisins til saka fyrir slíka baráttu.

Við erum líka með B Corp™ vottun

B Corp™ vottuð fyrirtæki eru hagnaðardrifin fyrirtæki sem fá þessa vottun frá óhagnaðardrifinni stofnun sem kallast B Lab. Hér er um að ræða stranga staðla varðandi umhverfisvernd, gegnsæi og ábyrgð í rekstri fyrirtækisins.

B Corp™ vottunin er gagnleg, óháð mælistika sem við förum eftir sem Benefit fyrirtæki. Þeir staðlar sem okkur er gert að fara eftir gefa okkur hlutlaust mat til að fylgjast með framförum okkar.

Með B Corp™ vottun erum við nú í formlegu samstarfi með öðrum fyrirtækjum sem hafa sömu gildi að leiðarljósi og hafa skuldbundið sig til að sýna af sér siðlega og framsækna viðskiptahætti.

Hér má sjá B Corp™ skýrsluna okkar í heild sinni.

Um Okkur