Númer eitt í siðferðiskveri Dr.Bronner´s: Leggjum hart að okkur! Blómstrum! Lærum, vöxum, bætum okkur. Góður árangur er vélin sem knýr okkur áfram og gerir allt mögulegt.
1: Hver er ég ef ég er ekki til fyrir sjálfan mig? Enginn! 2: Á hinn bóginn, ef ég er bara til fyrir sjálfan mig, hvað er ég þá? Ekkert! 3: Ef ekki núna, hvenær?! Þannig byrjar siðferðiskver Emanuel Bronner´s. Skilaboðin eru skýr: Við berum ábyrgð á okkur sjálfum en á sama tíma berum við ábyrgð á hvort öðru. Þegar við vöxum verðum við að gera það skynsamlega og á ábyrgðarfullan hátt.
Viðskiptavinir okkar
2
Sanngirni Við Viðskiptavini
Fyrsta innihaldsefnið: Ást! Leiðum með hjartanu, gefum okkur tíma og gefum aðeins það besta af okkur – þjónum viðskiptavinum eins og við myndum þjóna móður okkar eða barni
Aðeins hágæða hrein, lífræn og sanngirnisvottuð innihaldsefni – flestar vörurnar eru vegan og uppfylla sömu lífrænu gæðakröfur og matvæli! Engin gervi rotvarnarefni eða freyðiefni. Líkami, hár, andlit, munnur og tennur – matur, leirtau, þvottur, skúringar, gæludýr – Dr.Bronner´s vörurnar eru það allra besta fyrir fólkið, bestu vinina, heimilið og jörðina.
Starfsfólkið okkar
3
Komum Fram Við Starfsfólkið Eins Og Fjölskyldu
Sýnum góðvild, hrósum og gefum ríkuleg af okkur, styðjum við góðan og heilbrigðan lífsstíl. Komum auga á og ýtum undir það besta í hvert öðru. Það sem sameinar okkur er alltaf stærra en það sem sundrar okkur!
Við erum fjölskyldufyrirtæki og lítum á alla sem vinna með okkur sem hluta af stórfjölskyldunni. Hver einasti “fjölskyldumeðlimur” í hvaða stöðu sem hann gegnir innan fyrirtækisins er mikilvægur og á skilið öll þau bestu réttindi sem við getum boðið uppá.
Birgjarnir okkar
4
Verum Sanngjörn Við Birgjana
Byggjum upp sambönd við lífræna bændur og framleiðendur til að skapa sanngjarna aðfangastjórn.
Samband okkar við framleiðendur er beint, persónulegt, sjálfbært, áþreyfanlegt og vottað. Þannig geta viðskipavinir verið vissir um að varan hefur verulega jákvæð áhrif á það fólk og þau samfélög sem búa hana til. Svona viðhöldum við hugsjónum Dr.Bronner´s. Hann vildi breyta heiminum til hins betra með skilaboðunum sem hann setti á miðann á vörunum. Við viljum gera það sama með innihaldinu í þeim.
Jörðin okkar
5
Komum Fram Við Jörðina Eins Og Heimilið Okkar
Notum gjafir jarðar með auðmýkt og hugulsemi. Sóum engu og völdum ekki skaða á jörð, fólki eða dýrum. Það sem við tökum frá jörðinni verðum við að skila til hennar aftur.
Endurnýjanleg, lífræn ræktun – Jarðvegsbætur og plöntun trjáa – 100% post consumer endurunnar umbúðir – Miklar takmarkanir á úrgangi og vatnsnotkun – Já!
Samfélagið okkar
6
Komum Auga Á Hvað Er Rétt Og Berjumst Fyrir Því
Ýtum undir jákvæðar breytingar – deilum hagnaði, deilum hæfileikum, deilum krafti, deilum röddum okkar – gefum, styrkjum og berjumst!
Dr.Bronner´s hefur alltaf barist fyrir mikilvægum málefnum. Allt frá því Emanuel Bronner sendi ákall sitt til mannkyns um að sameinast og seldi piparmyntusápuna sína í leiðinni. Við heiðrum þetta viðhorf enn í dag og það er stefna okkar og tilgangur að berjast fyrir og styðja við málefni sem við trúum á: sjálfbæran landbúnað, sanngjörn viðskipti (fair trade), réttindi dýra, iðnaðarhemp og endurbætur á lyfjalöggjöf, sanngjörnum launum ofl. Við köllum okkur “sápufyrirtæki með með baráttuanda” og berjumst fyrir okkar málefnum skipulega og af festu.
Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun og greina umferð á
vefsíðunni.
Samþykkja