Kærleikur Ralph frænda lifir áfram
Skipstjórinn okkar, sál Dr.Bronner´s, maður kærleiks, frásagna, söngs og sápu. Þó þú hafir yfirgefið Hótel Jörð skín stjarna þín að eilífu.
Ralph Bronner var elsti sonur Dr.Emanuel Bronner. Hann breiddi úr boðskapinn og kynnti merkið með sínu nefi. Hann hafði það að venju að fylla litla flutningabílinn sinn af sápu, velja sér borg og ganga síðan á milli heilsubúða með vörurnar. Hann hafði gítarinn með í för og spilaði fyrir hvern sem vildi hlusta. Hann gat farið upp á svið og náð til hvers og eins líkt og hann væri að tala við fólkið í eldhúsinu heima. Ralph var aðalviðfangsefni Sarah Lamm í mynd hennar; Magic soapbox. Ralp miðlaði friðarboðskap föður síns, deildi von hans um sameinaðan heim og leiddi fyrirtækið á sína framsæknu vegferð.
Þessi myndbönd voru tekin upp á heimili hans árið 2007. Þar deilir hann sögum af föður sínum, fyrirtækinu og heimsóknum til okkar einstöku viðskiptavina. Sömu sönnu, stórskemmtilegu sögur og hann deildi áður með áheyrendum um land allt á ferðum sínum.