Baráttan fyrir heiðarleika varðandi lífræn innihaldsefni í húðvörum

Frá því um 1940 hefur sívaxandi fjöldi ódýrra gerviefna og vara komst í notkun. Þetta eru t.d. skordýraeitur, aukefni í mat, þrifaefni og plast. Flest er þetta framleitt úr óendurnýjanlegri jarðolíu. Þessu var lengi hampað sem tækniframförum til að bæta lífsgæði. Síðar kom á daginn að afleiðingarnar voru allt annað en jákvæðar. Mengun lofts, vatns og jarðvegs, óhollur ofur-unninn matur og eitruð gerviefni í húðvörum eru bara nokkur dæmi.

Sem mótvægi við þessari þróun hefur lífræna hreyfingin látið æ meira að sér kveða á síðustu áratugum. Hún hafnar notkun gervi- og eiturefna í landbúnaði og iðnaði og leggur áherslu á náttúrulegar aðferðir og efni sem tryggja heilbrigði jarðarinnar og fólksins sem hana byggir.

Heiðarleiki í framleiðslu lífrænna húðvara þýðir að varan er framleidd úr hráefnum sem hafa lífræna vottun frá sömu stofnun og vottar lífræn matvæli og þarf að standast sambærilegar kröfur. Alvöru lífrænar húðvörur innihalda ekki gervi rotvarnarefni sem geta ert húðina. Náttúrulegar, óunnar olíur og vax eru notuð til blöndunar og vegna mýkjandi eiginleika í stað transfitu og tilbúinna sílikonefna. Hefðbundnar, náttúrulegar sápur eru notaðar í hand- og líkamssápur í stað gerviefna úr jarðolíu.

Við hjá Dr.Bronner´s berjumst fyrir markaði þar sem neytendur eru ekki blekktir til að kaupa vöru sem þeir halda að hafi lífræna vottun ef hefur hana ekki. Við erum á betri stað með þetta núna en fyrir 10 árum þegar alls konar vörumerki sem notuðu gerviefni voru með fullyrðingar um lífræna vottun á umbúðum sínum, meira að segja vörur sem fengust í heilsubúðum og sameignarverslunum. Í dag eru allar lífrænt vottaðar húð- og snyrtivörur sem seldar eru í slíkum búðum með raunverulegar, viðeigandi vottanir svo neytandinn getur verið viss um að kaupa það sem hann ætlar sér, án falinna innihaldsefna.

Enn eru þó engin lög sem koma í veg fyrir það að húðvörur séu ranglega merktar lífrænar. Á meðan mjög strangar reglur gilda um þetta varðandi matvæli eru þær ekki til staðar fyrir húðvörur.

Mörg fyrirtæki nýta sér þessa glufu í lögunum og halda áfram að merkja vörur sínar sem lífrænar til að bæta ímynd sína á markaði. Þetta gera þau án þess að hafa nokkra vottun og/eða án þess að innihalda nokkuð innihaldsefni með lífræna vottun.

Stutt tímalína baráttunnar:

2000

USDA National Organic Program (NOP) stofnað til að takmarka notkun orðsins “lífrænt” við vörur sem raunverulega hafa þá vottun. Vottun fer fram af hendi stofnana sem Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) samþykkir. Þeir sem setja fram fullyrðingar um að varan þeirra sé lífræn en hefur ekki vottun geta átt yfir höfði sér að vera lögsóttir. Fyrirtæki sem framleiða húð- og heimilisvörur geta sjálfviljugir sótt um vottun fyrir sínar vörur hjá stofnuninni. Það skrítna er að USDA hefur annars ekki eftirlit með og sækir ekki til saka þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk þó þau noti orðið “lífrænt” á sínar vörur án vottunar.

2003

Dr.Bronner´s byrjar að nota eingöngu lífrænt vottuð hráefni og fær vottun frá USDA fyrir sápustykki og fljótandi sápur.

2004

Dr.Bronner setja á markað lífrænt vottuð húðkrem og varasalva sem standast sömu vottunarkröfur og lífræn matvæli.

2005

Vegna ákafrar herferðar fyrirækja sem notuðu “lífrænt” undir fölsku flaggi hættir USDA tímabundið að gefa úr lífræna vottun á húðvörur þó þær hafi staðist sömu kröfur og matvæli.

2005 April

Dr.Bronner´s lögsækir USDA á þeim forsendum annars vegar að stofnunin hafi ekki fylgt lögbundnu ferli við lagasetningu og hins vegar að það sé enginn munur á lífrænt vottaðri kókosolíu hvort sem hún er notuð í húðkrem eða köku.

2005 September

Daginn áður en USDA þurfti að bregðast við lögsókninni var ákvörðuninni snúið við og það gefið út að lífrænt vottaðar húðvörur mættu áfram bera merki USDA lífrænnar vottunar.

2008

Eftir nokkra ára baráttu gegn fölskum lífrænum merkingum lögsótti Dr.Bronner´s hóp fyrirtækja sem stunduðu þá iðju fyrir falska markaðssetningu. Krafan hljóðaði aðeins upp á eins dollara sekt þar sem markmiðið var ekki að græða peninga heldur að stoppa óheiðarlega viðskiptahætti.

2010

Whole Foods Market keðjan og fleiri sjálfstæðar heilsuverslanir stigu skref sem stjórnvöld hafa ekki gert og settu reglur varðandi lífrænar merkingar á húð- og snyrtivörum. Ekki mætti fullyrða um lífrænt innihald án viðeigandi vottunar og fjarlægja yrði allar falskar fullyrðingar af umbúðum.

Um Okkur