Ást, réttlæti og aðrir framsæknir viðskiptahættir
Dr.Bronner borgar hæst launaða starfsmanni sínum aldrei meira en fimm sinnum hærri laun en þeim lægst launaða. Auk þess njóta allir starfsmenn sömu hlunninda óháð stöðu innan fyrirtækisins. Árlega fær starsfólk 15% launa sinna í eftirlaunasparnað og allt að 25% launabónus. Auk þess býður fyrirtækið starfsfólki sínu alhliða sjúkratryggingar fyrir sig og fjölskylduna. Enn fremur borgar fyrirtækið allt að helmingskostnaði daggæslu barna starfsmanna eða mest 5000 dollara árlega.
Stefna okkar er að koma fram við starfsfólkið eins og okkar eigin fjölskyldu. Við viljum skapa heilbrigt umhverfi sem eflir vellíðan og hvetur fólk til að vaxa og dafna í starfi og einkalífi.