Það skiptir ekki bara máli hvað þú ræktar, heldur hvernig þú ræktar það Vottuð Fair-trade hráefni fengin á mannúðlegan hátt
Árið 2000 hófu Dr.Bronner´s að viða að sér lífrænum hráefnum til að nota í vörur sínar til að styðja við sjálfbæran landbúnað þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð eða eiturefni. Þó að þetta hafi verið mikilvægt skref í átt að sjálfbærni vildu þau ganga skrefinu lengra og sjá til þess að verðlag væri sanngjarnt og bændur og annað vinnufólk byggi við viðunandi vinnuaðstöðu og fengju sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Þetta leiddi til þess að árið 2006 ákvað fyrirtækið að öll helstu hráefni yrðu keypt með Fair-trade, og lífræna vottun víðs vegar að úr heiminum. Svo með því að kaupa Dr.Bronner´s styður þú í leiðinni við Fair-trade og lífrænan landbúnað og leggur þitt lóð á vogaskálarnar svo bændur og framleiðendur megi búa við betri lífsgæði og geti sinnt sínum fjölskyldum betur. Dr.Bronner hafa bæði stofnað og verið í samstarfi við hin ýmsu Fair-trade, lífrænu verkefni um allan heim: í Sri Lanka vegna kókosolíu, í Ghana vegna pálmaolíu, í Palestínu og Ísrael vegna ólífuolíu, í Indlandi vegna myntuolíu, í Kenía vegna avocado, tea tree og kókosolíu, í Ekvador vegna sykurreys alkohóls og í Zambíu vegna bývax. Það er áætlað að um 10.000 manns njótið góðs af hinum ýmsu Fair trade verkefum um víða veröld sem Dr.Bronner´s taka þátt í. Þessi Fair trade verkefni teygja anga síða víða og eru þau mikilvægur þáttur í því að bæta lífsgæði og styrkja innviði samfélaga til dæmis við að bora eftir hreinu vatni, kenna moltugerð til lífrænnar ræktunar, uppbygging skóla, kaup á tækjum fyrir heilsugæslustöðvar og að útvega moskítónet til að hindra útbreiðslu malaríu. Endilega kynnið ykkur hin fjölmörgu Fair trade verkefni og þau samfélög og það fólk sem framleiða hráefnin fyrir Dr.Bronner´s.
Kókosolía frá Sri Lanka
Lífræn kókosolía er eitt af aðal innihaldsefnunum í hinum frægu sápum og það er aðallega henni að þakka hversu vel þær freyða. Dr. Bronner´s selja einnig lífræna, kaldpressaða hágæða kókosolíu til að nota bæði í matargerð og á húðina.
Auk SerendiKenya verkefnisins í Kenía kemur lífræna kókosolían frá sjálfbæra Serendipol verkefninu á Sri Lanka. Þaðan kemur matargerðar kókosolían einnig. Serendipol verkefnið er i eigu Dr.Bronner´s og samstarfsaðila á Sri Lanka sem í sameiningu hafa byggt það upp og rekið. Það er nú helsti framleiðandi vottaðrar lífrænnar og Fair trade kókosolíu í heiminum.
Innan verkefnisins eru yfir 750 lífrænir bændur auk 275 manns sem vinna í verksmiðjunni í Kuliyapitiya svo samfélagslegu áhrifin eru víðtæk. Bændur fá sanngjarnt verð fyrir vöruna auk þess að fá þjálfun í lífrænum ræktunaraðferðum. Þetta tryggir gæði jarðvegsins, magn uppskeru og afkomu. Starfsmenn olíuverksmiðjunnar fá einnig sanngjörn laun og góðar vinnuaðstæður sem er ekki algengt á þessu svæði.
Hagnaður af Fair trade premium olíunnar er notaður í fjöldann allan af verkefnum til að styrkja innviði samfélagsins. Má þar nefna moltugerð til að sjá bændum fyrir lífrænum áburði, tæki hafa verið keypt fyrir heilsugæslustöðvar, skólar eru byggðir, brýr endurbættar og rafmagni komið á afskekkt svæði. Þessi Fair trade verkefni eru valin hverju sinni af nefnd með fulltrúa úr ýmsum áttum. Þarna skapast frábært tækifæri til minni samfélagsverkefna sem annars fengist ekkert fjármagn í. Með Serendipol verkefninu hefur sannast að framleiðsla lífrænnar kókosolíu getur verið bæði sjálfbær og sanngjörn og á sama tíma stutt við samfélagið.
Watch Journey to Serendipol video
Kókosolía frá Samoa
SerendiCoco Samoa – a joint venture to revive the Samoan coconut industry
Lífræn kókosolía er eitt af aðal innihaldsefnunum í hinum frægu sápum og það er aðallega henni að þakka hversu vel þær freyða. Dr. Bronner´s selja einnig lífræna, kaldpressaða hágæða kókosolíu til að nota bæði í matargerð og á húðina.
Verkefnið hefur nú þegar styrkt atvinnuveg innfæddra og tryggir sanngjörn laun og góðan aðbúnað sem þekkist óvíða þar í landi. Með sanngjörnum viðskiptum gefst kókosbændum ekki aðeins möguleiki á mannsæmandi afkomu heldur einnig til að bæta lönd sín.
Pálmaolía frá Ghana – Sjálfbær framleiðsla til fyrirmyndar
Lífræn pálmaolía er lykil innihaldsefni í sápustykkjunum frá Dr.Bronner´s. Pálmaolían gerir stykkið hart, jafnar út freyðiáhrif kókosolíunnar og kemur í veg fyrir að sápan mýkist og leysist of hratt upp. Pálmaolían sem Dr.Bronner´s nota er framleidd á sjálfbæran hátt í austurhluta Ghana. Verkefnið er í eigu og rekstri Serendipalm sem er systurfyrirtæki Dr.Bronner´s þar og olían er eingöngu keypt frá 500 litlum fjölskyldubúgörðum sem heyra undir það.
Þessir búgarðar taka ekki þátt í stórfelldri niðurfellingu regnskógarins eins og tíðkast því miður á nýrri, stærri plantekrum víða. Þeir hafa því ekki slæm áhrif á apana sem lifa á þessum slóðum eins og þeir síðarnefndu gera.
Dr.Bronner´s borgar bændunum sanngjarnt verð fyrir pálmaolíuna og veitir þeim stuðning og þjálfun í lífrænum ræktunaraðferðum. Þannig hjálpa þeir að tryggja gæði jarðvegarins og arðsemi framleiðslunnar. Um 250 manns, aðallega konur, vinna í olíuverksmiðjunni. Allir njóta góðrar og öruggrar vinnuaðstöðu og ýmissa fríðinda sem þekkjast vart í þessum iðnaði, hvað þá á svæði sem þessu þar sem lítið er um stöðuga vinnu.
Serendipalm sér nú Dr.Bronner´s auk þriggja þekktra evrópskra Fair trade fyrirtækja fyrir
Ólífuolía frá fyrirheitna landinu
Ólífuolía frá fyrirheitna landinu
Lífræn ólífuolía er ómissandi hluti af sápunum frá Dr.Bronner´s og er það sem gerir þær jafn silkimjúkar og raunin er. Ólífuolían kemur frá Palestínu og Ísrael og reynir fyrirtækið að leggja sitt af mörkum til að báðar þjóðir geti lifað í sátt og samlyndi.
Árið 2006 hófu Dr.Bronner´s að kaupa 90% af ólífuolíu sinni frá Canaan Fair trade verkefninu sem stofnað var af Palestínumönnum nærri bænum Jenin á Vesturbakkanum. Markmiðið var að bæta lífskjör og afkomu ólífubænda á Vesturbakkanum og ýta undir sátt milli Palestínu og Ísraels. Canaan vinnur náið með Fair Trade samtökum Palestínu (PFTA) og kaupir nú olíu frá 1.700 meðlimum þeirra. Dr.Bronner´s hjálpuðu Canaan að fá lífræna og Fair Trade vottun frá hinum virta svissneska vottunaraðila IMO og fjármögnuðu verkefnið upphaflega. Þetta veitti verkefninu byr undir báða vængi, jók sýnileika þess og sölumöguleika inn á stóra markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Áður hafði verið næsta ómögulegt fyrir Palestínumenn að flytja út sína frábæru ólífuolíu vegna þess hve einangruð þjóðin er landfræðilega. Ekki bætti heldur úr skák samkeppnin frá Miðjarðarhafslöndum þar sem ólífuolía framleidd með ríkisstyrkjum flæddi frjálst um allan heim. Nú er öldin önnur og bændum sem rækta undir PFTA er greitt sanngjarnt verð og framleiðsla þeirra tryggð með greiðslum sem sjá til þess að allur framleiðslukostnaður sé greiddur auk þess sem þeir fá styrki vegna Fair Trade og lífrænnar ræktunar. Canaan gefur umframhagnað til menntunarmála, gróðursetningu trjáa og samfélagslegra verkefna. Auk þess að kaupa olíu frá verkefninu styðja Dr.Bronner´s Canaan með því að útvega þeim sambönd við dreifingaraðila, þróunarstyrki og að hjálpa þeim með tæknimál.
Síðan 2009 hafa viðskiptasamböndin við Dr.Bronner´s og aðra kaupendur hjálpað Canaan að vaxa og verða að táknmynd vonar fyrir sjálfbæra og sanngjarna efnahagsþróun fyrir ólífubændur og þeirra samfélög. Fyrirtækið stendur einnig fyrir framleiðslu og útflutningi á öðrum palestínskum matvælum eins og kúskús og þurrkuðum tómötum. All styrkir þetta innviði samfélagsins og auðveldar útflutning afurðanna.
10% ólífuolíunnar sækja Dr.Bronner´s til Ísrael. Sindyanna er Fair Trade fyrirtæki sem rekið er af konum, bæði Gyðingum og Aröbum, og stuðlar að samstarfi Araba og Ísraela. Ólífugreinin er táknmynd friðar og til að heiðra það fá Dr.Bronner´s einnig hluta ólífuolíunnar frá Strauss fjölskyldubúgarðinum í Ísrael en þau eru frumkvöðlar í lífrænni framleiðslu á ólífuolíu.
Piparmyntuolía frá Indlandi
Lífræn piparmyntuolía er notuð til að gefa frískandi ilm og þessa frægu kitlandi tilfinningu í lífrænu sápurnar frá Dr.Bronner´s. Olían er gufu-eimuð úr piparmyntujurtum sem rækaðar eru af meira en 500 smábændum sem yrkja landið í nágrenni við bæinn Bareilly á norður Indlandi. Verkefnið er rekið af Serendimenthe sem er systurfyrirtæki Dr. Bronners á Indlandi.
Serendimenthe borgar bændum sanngjarnt verð og hjálpar þeim að aðlaga sig aðferðum lífrænnar ræktunar. Frá því að verkefnið hófst hafa bændur fengið lífræna moltu og leiðsögn við að bæta gæði landsins en jarðvegurinn var víða næringarsnauður vegna margra áratuga notkunar á tilbúnum áburði. Markmiðið er að hjálpa bændum við að bæta frjósemi jarðvegarins svo hann gefi af sér meiri og betri uppskeru og auknar tekjur fyrir bændurna.
Síðan 2007 hefur verkefnið haft umtalsverð áhrif á lífsgæði fólks í þorpunum í kring. Fair-trade gjaldið sem Dr.Bronner´s og aðrir viðskiptavinir borga fyrir olíuna er notað í fjöldann allan af verkefnum sem styrkja innviði samfélagsins. Má þar nefna framleiðslu moltu sem bændur geta nýtt sér án endurgjalds. Einnig bætta læknisþjónustu, betri aðgang að drykkjarvatni og uppsetningu götuljósa.
Þetta eru verkefni sem myndu ekki hafa fjármagn án Fair Trade verkefnisins og með vaxandi eftirspurn eftir vörunni verður sífellt hægt að gera meira fyrir þessi samfélög.