Lífrænn landbúnaður vinnur gegn loftslagsbreytingum í gegn um jarðveginn

„Að gleyma því hvernig við yrkjum jörðina og virðum jarðveginn er að gleyma okkur sjálfum“ -Mahatma Gandhi

Við mannfólkið höfum sent fólk til tunglsins og kortlagt genamengið en erum rétt að byrja að skilja hina margslungnu eiginleika jarðvegarins. Allt of lengi höfum við séð jarðveginn sem eitthvað sem heldur plöntunum uppréttum frekar en magnaða lifandi himnu sem hvorki við né vistkerfið allt getum lifað án. Heilbrigður jarðvegur gefur betri uppskeru, heldur raka betur og bindur verulegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Rannóknir sýna að þriðjungur þess koltvísýrings í andrúmsloftinu sem telst af manna völdum er til kominn vegna jarðvegseyðingar, ofnotkunar beitilands og iðnaðarlandbúnaðar.

img_1689

Iðnaðarlandbúnaður er einn stærsti þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda. Tilbúinn áburður og notkun eiturs breytir náttúrulegum eiginleikum jarðvegarins til endurnýjunar og viðhalds. Fábreytt ræktun, stórfelldar breytingar lands, eyðing skóga, úrgangur og flutningur eru allt hluti af matvælakeðjunni sem ýtir verulega undir loftslagsbreytingar.

Sem betur fer getur heilbrigður jarðvegur sem verður til við sjálfbæran, lífrænan landbúnað, bundið mikið magn koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Þannig hefur jarðvegur endurnýjað sig um aldir og þetta er með því besta sem hægt er að gera til að vinna gegn loftslagsbreytingum auk þess að planta skógum og hætta að brenna jarðolíu.

unspecified-6
photo courtesy of Rapunzel Naturkost

Dr.Bronner´s vinna stolt bæði að því að bæta lífsgæði þeirra sem útvega hráefnin sem og að stuðla að jarðvegsbótum og sjálfbærni. Verkefni okkar um allan heim; í Ghana, Indlandi, Samoa og Sri Lanka, einblína á þetta. Hjá okkur vinnur hópur fólks sem sér um að þjálfa og kenna bændum aðferðir til að bæta jarðveginn, auka uppskeru og þar með tekjur þeirra. Þegar jarðvegurinn er heilbrigður hafa hitabylgjur og stormar minni áhrif á afkomuna. Eitthvað sem skiptir miklu máli fyrir þessi samfélög. Þetta eru aðferðir eins og skiptiræktun, moltugerð og sjálfbær trjáræktun.

Dr.Bronner´s ásamt Rodale Institute í Patagoniu og fleiri samstarfsaðilum vinna nú að því að þróa nýjan staðal í lífrænni ræktun: Endurnýjanleg lífræn ræktun. Þetta mun gera framleiðendum kleift að ganga skrefinu lengra og fá vottun á vörur og hráefni sem mæta þessum staðli.

img_1859

Við getum öll valið að borða á sjálbærari hátt. Þetta má gera með því að borða minna, velja mat sem hefur verið framleiddur á sjálfbæran og lífrænan hátt með endurnýjanlegum aðferðum. Með því að moltugera matarafganga eða skila á viðukenndar endurvinnslustöðvar getum við líka öll lagt okkar af mörkum til að bæta jarðveginn.

Um Okkur