Viðtal við starfsmann
Nafn og aldur?
Martha Ernstsdóttir, 55 ára.
Hvar ólstu upp?
Bandaríkjunum til 7 ½ árs aldurs og síðan í Breiðholtinu í Reykjavík.
Hver voru áhugamálin þín þegar þú varst að alast upp?
úti að leika.
Hvernig hefur þú nýtt þér uppeldið á fullorðinsárum?
já klárlega að hluta til.
Hver eru óskir þínar um framtíðina?
að allir eigi jafnan rétt á að geta séð fyrir sér og sínum. allir í heiminum geti haft aðgang að hreinu vatni og hreinni fæðu. að þroski mannanna aukist og sjálfsvirðing og virðing fyrir öðrum aukist. aukin sjálfsvirðing og sjálfskærleikur leiðir til minni græðgi og meira jafnvægi á milli manna. að augu heilbrigðiskerfisins í heiminum opnist fyrir þvi að heilbrigði snúist ekki eingöngu um að vera einkennalaus heldur að heildræn nálgun á heilsu er það sem skilar okkur heilbrigði. þá erum við að tala um: félagslegt heilbrigði, sálræn, líkamleg, tilfinningaleg og að heilbrigðiskerfið muni nálgast einstaklinginn frá þeim sjónarhornum og leitist við að stuðla að framleiðslu á hreinum og ómenguðum mat, hreinu vatni og styðja við manneskjuna frá öllum sjónarhornum. ég sé fyrir mér að spítalar og lyfjafyrirtæki í þeirri mynd sem eru í dag muni ekki lengur virka. við mannfólkið viljum ekki lengur eingöngu skurðaðgerðir og lyf heldur FORVARNIR og að í framtíðinni þurfum við miklu minna á spítölum og lyfjum að halda þar sem við verðum mun heilbrigðari.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í dag?
þjálfa líkama og sál í gegnum hlaup, æfingar og yoga-iðkun. vera með börnunum, tengdabörnum og barnabörnum og fjölskyldunni. ferðast og upplifa nýja staði og nýja menningu. þjálfa hlaupara og fara á stórmót í frjálsum íþróttum.
Hvernig leggur þú þitt af mörkum til að vernda jörðina?
Ég hef áratugum saman notað umhverfisvænar þrifa vörur og snyrtivörur. Ég reyni að kaupa innlendar matvörur þegar það á við. Ég kaupi eins mikinn lífrænan mat og ég get. Ég keyri um á rafmagnsbíl. Á sumrin rækta ég mitt eigið salat í garðinum. Þegar ég kaupi föt þá leitast ég við að kaupa fatnað úr lífrænni bómull og kaupi ekki lengur mikið af fötum. Einnig leitast ég við að versla fair trade þegar það er hægt. Ég nota aldrei eiturefni í garðinn minn. Ég er grænmetisæta og hef ekki borðað dýr í tæp 13 ár. Ég flokka allt sorp og forðast umbúðir eins og hægt er. Ég leita sífellt leiða til að bæta mig og ætla aldrei að hætta því.
Hvernig sérðu fyrir þér að jörðin verði eftir 10ár?
ég hef ákveðið að sjá fyrir mér jörðina að heilast og blómstra og að fleiri og fleiri verði meðvitaðir og tilbúnir að leggja sitt af mörkum. við verðum að vera jákvæð og bjartsýn og “manifesta” heilbrigða jörð.