Sápugerð að hætti Dr.Bronner

Mannfólk hefur framleitt sápu um aldir. Fyrir utan beislun elds og að elda mat er það að breyta olíu og fitu í sápu ein elsta efnafræði sem við þekkjum. Það er talið að fyrsta sápan hafi orðið til fyrir slysni þegar fita lak niður í ösku við eldamennsku.

Sápa er gerð með því að sápugera fitu eða olíu með basa (alkali). Fitan eða olían er þríglýseríð. Það þýðir að þrjár fitusýrur með mislangar kolefnakeðjur sitja á glýserín bakbeini. Basinn er annað hvort natríum hýdroxíð (lútur) fyrir sápustykkin eða kalíum hýdroxíð (pottaska) fyrir fljótandi sápurnar. Basi er búinn til með því að hleypa rafmagni í gegn um saltvatn.

Sápugerðarferlið er einfalt og skilur engan úrgang eftir sig. Glýserínið klofnar frá fitusýrunum sem sameinast ýmist natríum eða kalíum svo úr verður sápa. Hýdroxíð breytist í vatn svo lokaútkoman er sápa, glýserín og vatn. Enginn basi verður eftir í sápunni.

heilbronn_a67f-copy
The original house in which the Heilbronner family manufactured soap. Laupheim, Germany.

Flestir sápuframleiðendur skilja glýcerínið frá sápunni og selja það stakt. Við hins vegar höldum því í sápunni því það er mýkjandi og gott fyrir húðina. Sápurnar okkar hafa hátt fituinnihald sem gerir þær mildar og mjúkt freyðandi. Við notum bara náttúruleg, óerfðabreytt rotvarnarefni: E vítamín og sítrónusýru. Við bætum ekki við neinum bindiefnum, litarefnum, bleikiefnum eða gervi ilmefnum. Við notum bara hreinar, lífrænt vottaðar ilmkjarnaolíur.

SerendiPalm_0776_web
Við framleiðum sápurnar okkar eingöngu úr hráefni sem er ræktað á sjálfbæran hátt: kókos-, pálma-, ólífu-, hemp- og jojoba olíum.

Að framleiða gæðasápu krefst þess að velja rétt hlutfall af réttum olíum. Kókosolía freyðir mjög vel en getur þurrkað. Olífuolía er léttfreyðandi og mjög mýkjandi. Með því að blanda saman kókos- og ólífuolíu í réttum hlutföllum bjóða Dr.Bronner´s sápurnar það besta frá báðum: sápu sem freyðir vel en er mild og mýkjandi. Við notum líka hampfræja- og jojoba olíur sem eru hvað líkastar olíunni sem okkar eigin húð framleiðir sér til verndar. Þannig verður húðin mjúk og nærð eftir að sápan hefur skolast burt.

Fjótandi sápurnar okkar eru þrisvar sinnum þéttari en flestar fljótandi sápur. Það þýðir að meiri sápa kemst í hverja flösku, þú þarft minna af henni en öðrum svo að flaskan endist lengur. Þannig spörum við umbúðir og úrgang.

factory
Old world soap recipes made with modern soapmaking techniques.
Um Okkur